Íslandsvinur verður óþokki

Marvel tilkynnti í gær að enginn annar en Íslandsvinurinn Daniel Bruhl ( hann lék í Kóngavegi, mynd Valdísar Óskarsdóttur ) myndi leika þorpara í þriðju Captain America myndinni, Captain America: Civil War, sem kemur í bíó 6. maí, 2016. Ekki hefur verið gefið upp hvaða persónu hann muni leika.

daniel_bruhl_68228

Sumir telja að hann muni leika Baron Zemo, óþokka sem hefur tengst sögu Captain America, eða þá Batroc the Leaper, sem kom fram í einu atriði í Captain America: The Winter Soldier. 

Aðrir leikarar í Captain America: Civil War verða að sjálfsögðu Chris Evans, sem leikur titilhlutverkið, og Robert Downey Jr, auk þess sem Chadwick Boseman leikur hlutverk svarta pandursins, eða Black Panther.

Heimildir kvikmyndaritsins Variety segja að Bruhl verði hugsanlega ekki aðal illmennið í Captain America: Civil War, en muni hinsvegar verða höfuðóvinur Dr. Strange, í væntanlegri ofurhetjumynd um þá persónu Marvel, sem einnig er væntanleg með Benedict Cumberbatch í hlutverki hetjunnar.