Intruder (1989)

Í dag er föstudagur og því komið að umfjöllun, minni sjöttu. Í þetta skiptið tek ég ’80s slasher myndina Intruder.

 

                                                      Intruder

Myndin fjallar í stuttu máli um starfsmenn stórrar verslunar sem munu missa starfið sitt bráðlega. Á nokkrum tímum breytist vaktin þeirra í blóðbað.

Söguþráður myndarinnar er rosalega skemmtilegur. Hann er frumlegur og með mínum uppáhalds. Myndin gerist í stórri verslun, þar sem kúnnar klára sín viðskipti í byrjun myndarinnar og starfsmennirnir sinna sínum störfum út kvöldið. Myndin er dimm á köflum, þá sérstaklega á þeim stöðum búðarinnar sem bjóða upp á ljósleysi, sem gefur myndinni náttúrulegan og flottan fíling. Leikararnir standa sig vel, Jennifer (Elizabeth Cox) er frábær í myndinni, og heldur sínu hlutverki sem aðal karakterinn vel uppi. Leikstjórnin er upp á sitt besta, (Scott Spiegel) gerir góða hluti í þessari mynd. Upptakan er sú besta. Þessi mynd inniheldur mína uppáhalds upptöku í kvikmynd, frumlegheitin leka úr hverju einasta skoti, sjónarhornin og kameru uppstillingarnar eru algjört lostæti. Upptakan er þó ekki of mikið af því góða, alls ekki, þetta púslast allt saman gríðarlega vel í eina gómsæta vöfflu. Tæknibrellurnar eru mjög flottar, skemmtilegar og frumlegar. Klippingin er til fyrirmyndar ásamt tónlistinni, ’80s tónarnir eru eitthvað sem ég fæ aldrei nóg af.

uhuhÞessi mynd er ein af mínum uppáhalds. Ef þú fílar ’80s hryllingsmyndir, þá sérstaklega slasher myndir, þá verðurðu að hoppa á þessa. Evil Dead  2 stjörnurnar Dan Hicks og Bruce Campbell eru í þessari mynd, sem ætti að gleðja Evil Dead aðdáendur sem ekki hafa séð þessa. Nú nálgast helgin, og mæli ég eins og alltaf með því að fólk horfi á eitthvað ef það er í fríi.