Interstellar leikkona í Hnotubrjótinn

Interstellar leikkonan unga Mackenzie Foy hefur verið ráðin til að fara með hlutverk Clara í Walt Disney myndinni Hnotubrjóturinn, eða The Nutcracker.

foy

Foy sló í gegn sem dóttir persónu Matthew McConaughey í mynd Christopher Nolan, Interstellar. Áður var búið að ráða Misty Copeland sem ballerínu í eina danshlutverk Hnotubrjótsins.

Um er að ræða leikna mynd sem heitir fullu nafni  The Nutcracker and the Four Realms. Hún er byggð á hinni sígildu sögu frá árinu 1816, The Nutcracker and the Mouse King, eftir E.T.A. Hoffmann, og fjallar um það þegar Clara er látin annast dúkkuna Hnotubrjótinn, sem lifnar við og sigrast á hinum illa sjö höfða Músakonungi.

Rússneska tónskáldið Pyotr Ilyich Tchaikovsky og danshöfundarnir Marius Petipa og Lev Ivanov bjuggu til frægan ballett, Hnotubrjótinn, upp úr endurgerð Alexandre Dumas af sögunni, árið 1892.

Leikstjóri myndarinar verður Lasse Hallström 

Auk Interstellar hefur Foy leikið í The Twilight Saga: Breaking Dawn 1 og 2.