Þið sem voruð að bíða eftir að sjá stórmyndina Independence Day í þrívídd, verðið því miður að bíða enn um sinn, því myndin mun EKKI verða sýnd í þrívídd næsta sumar, eins og búið var að ákveða að gera þann 3. júlí.
Framleiðslufyrirtækið 20th Century Fox hefur ekki gefið neina nýja dagsetningu, eftir að það tilkynnti um þessa breyttu dagskrá.
Sjáið stikluna fyrir myndina hér að neðan:
Óvíst er með ástæður þess að hætt er við dagsetninguna, en menn leiða að því getum að dagsetningin rekist á við frumsýningu á nýjustu mynd leikstjóra Independence Day, Roland Emmerich, White House Down, sem verður helgina á undan. Einnig er ný mynd með aðalstjörnu Independence Day, Will Smith, After Earth, frumsýnd rétt mánuði síðar.
Aðrir telja að menn hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að breyta myndinni úr 2D í 3D.
Söguþráður Independence Day er þessi: Þann 2. júlí fara fjarskiptatæki um allan heim að truflast af einhverjum furðulegum bylgjum. Fljótlega verða menn varir við gríðarlega stóra hluti sem eru á leið til jarðar og menn óttast að rekist á Jörðina. Í fyrstu halda menn að þetta séu loftsteinar, en seinna sjá menn að um er að ræða risastór geimskip sem geimverur stjórna. Eftir árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við geimverurnar, þá uppgötvar vísinda- og tæknimaðurinn David Levinson, að geimverurnar ætli sér að ráðast á fjölda stórborga um allan heim á sama andartakinu. Þann 3. júlí eyða geimskipin New York, Los Angeles og Washington. Eftirlifendur flýja í átt að svæði 51, hinu dularfulla tilraunasvæði stjórnvalda, þar sem sagt er að menn geymi geimskip. Eftirlifendurnir ákveða að búa til áætlun um að grípa til varna og ráðast á geimverunar, og þann 4. júlí verður dagurinn þar sem mannkynið mun berjst fyrir frelsi sínu. 4. júlí verður þjóðhátíðardagurinn …