Hvort atriðið er hræðilegra?

Þátturinn Now You See It fjallar um hryllingsmyndina Lights Out, í leikstjórn David F. Sandberg, í nýju fimm mínútna myndbandi.

lights-out

Þar er myndin borin saman við samnefnda stuttmynd sem hún er byggð á, og þá sérstaklega er fjallað eitt atriði þar sem kona slekkur ljósin. Þegar hún gerir það sér hún skugga einhverrar veru standa í myrkrinu.

Kvikmyndin og stuttmyndin sýna atriðið á mismunandi hátt og spurningin er hvort atriðið hræðir áhorfendur meira og hvers vegna. Það var Esquire sem greindi frá þessu.

Sjón er sögu ríkari.