Hvetur fólk til að láta draumana rætast

„Þetta er gleðileg mynd,“ segir Timothée Chalamet aðalleikari Wonka í grein sem Warner Bros. framleiðslufyrirtækið hefur sent frá sér. 

Wonka kemur í bíó í dag hér á Íslandi.

Spurður um aðdragandann að þátttöku hans í verkefninu segir Chalamet að hann og leikstjórinn Paul King hafi hist fyrir nokkrum árum vegna annars verkefnis sem aldrei verð að veruleika.

„Hann er sannarlega töfrandi leikstjóri með ótrúlega kímnigáfu. Kvikmyndirnar hans hafa tilgerðarlausan stíl en ná samt sem áður fram þessum galdri sem fáir aðrir eru færir um.“

Áður en leikarinn samdi um verkefnið segist Chalamet hafa litið á persónuna Willy Wonka sem fjörugan og dularfullan. „Og ég held að í þessari útgáfu sé hann meira vongóður. Hann byrjar sem saklaus, metnaðarfullur og glettinn.”

Áþreifanlegur ákafi

Eins og áhorfendur munu upplifa þá er ákafinn í rödd Chalamet í hlutverkinu dásamlega áþreifanlegur og smitandi. Eitthvað sem skilar sér í allan leikhópinn og tökuliðið sömuleiðis, segir í greininni.

Wonka (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 82%

Hinn ungi Willy Wonka leggur af stað í þá vegferð að breiða út gleði í gegnum súkkulaði, og slær fljótlega í gegn. ...

Spurður að því hvar orkan kemur bendir Chalamet á King. „Hann er kátur, skemmtilegur og blíður,“ segir Chalamet. „Hann hefur mikinn eldmóð gagnvart verkefninu og gerir allt sem hann getur til að gera sýn sína að veruleika.“

King gerði eins og frægt er orðið hinar geysivinsælu Paddington kvikmyndir. Hann  lætur gleði og jákvæðni ráða för sem fólk tengir við og skilar sér í gegnum hina litríku og sælgætislituðu veröld Wonka. 

„Ég vildi sýna heiminum ungan Wonka, sem er opinn og vongóður og bjartsýnn á framtíðina,“ segir King. 

„Þetta er persóna sem á ekki bót fyrir boruna á sér, en dreymir um betri framtíð. Ég vildi sýna snilling að blómstra á eins magnaðan hátt og hægt er að ímynda sér – mann sem uppgötvar sjálfan sig en finnur einnig fjölskyldu.“

Eins og King útskýrir fjallar þessi mynd um Willy Wonka sem ungan mann sem dreymir um að verða súkkulaðigerðarmaður í fremstu röð. En fyrirætlunum hans er mætt með háðsglósum og skemmdarverkum frá ráðandi súkkulaðiöflum borgarinnar.  

Hinn vanmetni Wonka safnar til sín ólíkum hópi samstarfsamanna til að gera áhlaup á iðnaðinn og breiða súkkulaðigleði um allan heim.

Ótrúlega flott fólk

King lofar leikaraliðið og kveðst heppinn að hafa náð því saman. „Það var svo margt ótrúlega flott fólk sem var tilbúið að koma og vinna með mér. Það var eins og að allir sem ég talaði við hafi verið til í slaginn. Mér leið eins og krakka í sælgætisverslun.  Við réðum fólk í hlutverk sem eru góðir leikarar og er mjög fyndnið og til allrar hamingju kunni það líka að syngja.“

Hin unga Calah Lane leikur Noodle, munaðarleysingja sem á margt sameiginlegt með Wonka og verður aðstoðarmaður og vinur eftir að þau hittast fyrir tilviljun. „Noodle er sterkur karakter. Hún vill ekki opna sig fyrir neinum, en þegar hún hittir Willy þá bognar hún. Hún áttar sig á, „ah, einhverjum líkar við mig, einhverjum er annt um mig. Kannski get ég kennt fólki það líka.“

Spurð um hvernig það var að vinna með hinum heimsfræga Chalamet játar hún, „Hann er mjög skemmtilegur samstarfsfélagi. Hann hjálpaði mér einnig með sum atriði og létti lundina. Hann gerði það eiginlega fyrir alla á tökustaðnum.“

Þessi orð Lane endurspeglast í megin þema myndarinnar og vinnunni á tökustað: góðmennska er smitandi. 

„Ég held að allir – þar á meðal börn – muni elska kvikmyndina,“ segir Keegan-Michael Key, sem leikur lögreglustjórann. „Persónurnar eru frábærar og sagan er svo haganlega fléttuð. Bæði fullorðnir og börn munu vilja vera með Wonka í liði. Hann er virkilega góður drengur.“

En vondir kallar eru líka á sveimi og Paterson Joseph leikur þann allra versta, Joseph Slugworth, sem stjórnar vonda súkkulaðiauðhringnum og vill bregða fæti fyrir Wonka hvar og hvenær sem hann getur.  „Ég held að það sem fólk muni elska við myndina er hvernig hún dásamar ævintýraveröld súkkulaðis á barnslegan hátt,“ segir Joseph. „Hve töfrandi okkur þótti súkkulaði sem börn. Við vorum alltaf að leita að því, af því að við elskuðum það, og ég held að þetta verði mjög grípandi reynsla fyrir alla fullorðna.“

Chalamet segir að lokum að myndin hvetji fólk til að láta draumana rætast og að deila eigi gleði og áhuga í kringum sig með öllum ráðum.