Hollywood sagði eitt sinn að aldrei yrði Watchmen kvikmynd búin til, einungis vegna þess að tæknin til þess að búa til eina af aðalsögupersónum myndarinnar, Dr. Manhattan, væri ekki til. Dr. Manhattan er blá, sjálfglóandi vera og reyndist vera heljarinnar verkefni fyrir tæknistjóra myndarinnar, Pete Travers.
Myndbandið hér fyrir neðan segir okkur aðeins frá því hvernig Dr. Manhattan er búinn til, og neðst hér í fréttinni er krækja á viðtal við Travers sjálfan sem lýsir ferlinu, sem er vægast sagt áhugavert fyrir allra hörðustu kvikmyndanördana.
Hér má lesa viðtalið við Pete Travers
Watchmen verður frumsýnd á Íslandi næsta föstudag.

