Tvær af stærri myndum næsta árs, The Hunger Games: Catching Fire og Star Trek 2 verða teknar upp að hluta til með IMAX kvikmyndavélum. Þetta ætti að kveikja í hinum almenna kvikmyndaáhugamanni þar sem þetta þýðir að við eigum von á víðum og stórum skotum í hrikalega flottum gæðum.
Fyrir þá sem ekki vita þá eru IMAX upptökuvélarnar mun stærri, þyngri og erfiðari meðferðar en venjulegar tökuvélar. Þær bjóða upp á meira ,,detailed“ skot og eru oft notaðar í náttúruheimildarþáttum- og myndum. Það að þessar Hollywood stórmyndir séu teknar upp að hluta til með IMAX tækni þýðir einfaldlega að við megum eiga von á flennistórum skotum yfir borgir, landsvæði og jafnvel hasaratriði þar sem hægt er að koma auga á nál í heystakki (ég get rétt ímyndað mér hvernig sci-fi mynd lítur út í IMAX).
Sérstök IMAX kvikmyndahús eru í Bandaríkjunum sem bjóða einfaldlega upp á stærri bíótjöld, betri myndgæði og betri bíóupplifun en enn sem komið er hefur IMAX sýningartæknin ekki skilað sér til Íslands. Atriðin sem verða skotin upp með IMAX tækninni skila sér þó ásættanlega, og rúmlega það, á hvíta tjaldið í kvikmyndahúsunum hér heima (The Dark Knight anyone ?).
Star Trek 2 kemur út 17.maí 2013 og The Hunger Games: Catching Fire kemur í kvikmyndahús á Íslandi haustið 2013.