Hulk orðaður við Thor: Ragnarök

Marvel er sagt eiga í samningaviðræðum við Mark Ruffalo um að hann leiki Hulk í Thor: Ragnarök. hulk

Hulk, einnig þekktur sem Bruce Banner, sást síðast á hvíta tjaldinu í Avengers: Age Of Ultron.

Ef samningurinn verður að veruleika mun græni risinn berjast við hlið þrumuguðsins Þórs og yrði forvitnilegt að fylgjast með samstarfi þeirra.

Taika Waititi, sem leikstýrði vampírugríninu What We Do In The Shadows, er í viðræðum um að leikstýra Thor: Ragnarök og er myndin væntanleg í bíó eftir tvö ár.