Áfram þrumuveður á toppnum

Þrumuguðinn Þór í Marvel ofurhetjukvikmyndinni Thor: Ragnarok, er enn geysiöflugur og aðsóknin firnagóð, en myndin situr nú á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð með tæpar 10 milljónir króna í greiddan aðgangseyri. Mæðurnar og ömmurnar í Jólamyndinni A Bad Moms Christmas nældu sér í annað sæti listans, en myndin er ný á lista. Í þriðja sæti er svo teiknimyndin Hneturánið 2, en hún var í öðru sæti í síðustu viku.

Fjórar aðrar nýjar kvikmyndir eru á bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna. Skógareldadramað Only the Brave brennir beint í fimmta sæti listans, í ellefta sætinu situr Matt Damon í George Clooney myndinni Suburbicon, Final Portrait myndlistarmyndin situr í 21. sæti listans og síðast en ekki síst þá fór Island Songs beint í 22. Sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: