Hugo Weaving sem Red Skull

Myndin um ofurhermanninn Captain America er á leið í kvikmyndahús en Entertainment Weekly er með fyrstu opinberu myndina af Hugo Weaving sem erkióvin hetjunnar. Weaving fer með hlutverk Red Skull, höfuðs hins dularfulla HYDRA-hryðjuverkahóps, en Captain America reynir hvað hann getur til að stöðva þá.

Með hlutverk kafteinsins fer Chris Evans, en myndin kemur út á þessu ári.

– Bjarki Dagur