Hugljúft samband á toppnum

Hin hugljúfa franska mynd sem sló óvænt í gegn á Íslandi fyrr á þessu ári, Intouchables, heldur toppsæti íslenska DVD listans, aðra vikuna í röð. Í humátt á eftir henni á listanum eru þrjár nýjar myndir, Ísöld 4, The Amazing Spider-Man og Madagascar 3. Fyrrum toppmynd listans, íslenska spennumyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson, er nú í fimmta sæti á sinni fimmtu viku á lista, en myndin var í öðru sæti í síðustu viku.

Skoðið stikluna fyrir Intouchables hér:

 

Fjórða nýja myndin á listanum, A Very Harold & Kumar Xmas, náði inn í 15. sætið þessa fyrstu viku sína á listanum.

Sjáið listann í heild sinni hér að neðan: