Hopper fær stjörnu í frægðargangstéttina

Eins
og kvikmyndir.is greindi frá á dögunum er bandaríski leikarinn Dennis

Hopper, best þekktur fyrir leik sinn í Easy
Rider
og Blue
Velvet
, alvarlega veikur og glímir við krabbamein í
blöðruhálskirtli. Hann stendur í ofanálag í illvígri skilnaðardeilu við
konu sína
Victoriu Duffy Hopper, en læknirinn hans hafði sagt að hann treysti
honum ekki til að mæta í réttarsal til að svara spurningum þar. Hann gaf
honum hinsvegar leyfi til að mæta á athöfn þar sem Hopper var heiðraður
með stjörnu í hina mjög svo þekktu frægðargangstétt í Hollywood.

Fjölmargir

fylgdust með athöfninni, meðal
annarra Jack Nicholson og leikstjórinn David Lynch.

Stjarnan sem Hopper fær er sú 2.403 í röðinni á frægðargangstéttinni í

Hollywood.

Á myndinni eru þær með honum þær Galen Hopper
dóttir hans og Violet Goldstone sem er barnabarn hans.