Höfundur James Bond var sjálfur njósnari

Ian Lancaster Fleming, höfundur bókanna um ofurnjósnarann James Bond, var sjálfur njósnari í seinni heimsstyrjöldinni og vissi því nákvæmlega hvað hann var að tala um þegar hann settist niður til að skrifa sögurnar um njósnara hennar hátignar James Bond 007. 

Ian stundaði framhaldsnám í
Eton-háskólanum og við
Sandhurst-herskólann auk
þess sem hann fór í námsferðir
til Genf og München.
Að námi loknu fékkst hann
við ýmis störf, þar á meðal
blaðamennsku. Þegar seinni
heimsstyrjöldin braust út var
Ian ráðinn til bresku leyniþjónustunnar
þar sem hann
gat sér gott orð fyrir þátt sinn
í skipulagningu leynilegra aðgerða auk þess sem hann skipulagði og stjórnaði tveimur
njósnasveitum sem nefndust T-Force og 30 Assault Unit.

Eftir stríð ákvað Ian síðan að snúa sér að ritstörfum en sagan segir að hann hafi um nokkurra ára skeið sagt vinum sínum að hann hygðist skrifa njósnasögur þegar hann lyki störfum fyrir leyniþjónustuna enda byggi hann yfir bæði þekkingu og reynslu til að skrifa slíkar sögur af innsæi.

Fyrsta James Bond-bókin, Casino Royale, kom síðan út árið 1953. Hún vakti strax talsverða athygli og seldist mun betur en útgefandinn hafði þorað að vona. Eftir það
varð ekki aftur snúið og á næstu árum skrifaði Ian 12 bækur um James Bond og
nokkrar smásögur sem komu síðar út í tveimur bindum.

Allar sögurnar skrifaðar á Jamaica

Sögurnar skrifaði hann allar á heimili sínu á Jamaica sem hann nefndi Goldeneye, en tvær þeirra komu út að honum látnum. Þess utan skrifaði hann og gaf út barnabókina Chitty-Chitty-Bang-Bang árið 1964.
Á meðan Ian Fleming lifði er talið að um 13 milljónir eintaka af bókum hans hafi
selst og 13 milljónir til viðbótar seldust tvö fyrstu árin eftir dauða hans. Síðan hafa selst vel á annað hundrað milljónir eintaka af bókum hans sem gera þær
að einhverjum mest seldu skáldsögum allra tíma.

Smelltu hér til að lesa meira um Ian Fleming, höfund James Bond, í Myndum mánaðarins.