Höfðar mál vegna The Matrix

Handritshöfundurinn Thomas Althouse hefur höfðað mál gegn leikstjóranum Andy Wachowski og systur hans, transkonunni Lana. Hann segir að þau hafi stolið hugmyndum frá honum og notað í tvær framhaldsmyndir The  Matrix. Hann krefst 300 milljóna dollara í skaðbætur.

Hann segir að leikstjórasystkinin hafi stolið hugmyndum úr handriti sem hann lét yfirmenn hjá framleiðandanum Warner Bros fá árið 1993, sem síðan hafi birst í The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions.

Handrit Althouse hét The Immortals en hann heyrði aldrei aftur í Warner Bros, sem síðar framleiddi Matrix-myndirnar. Hann áttaði sig ekki á svipnum með handriti hans og myndanna fyrr en hann sá þær í fyrsta sinn árið 2010, sjö árum eftir að þær komu út.

Vefsíðan TMZ greinir frá því að hann hafi einnig höfðað mál gegn Warner Bros. og framleiðandanum Joel Silver. Auk 300 milljóna dollara krefst hann hluta af ágóða myndanna.

 

 

 

Stikk: