Hin ótrúlegu óhagganleg á toppnum

Enn ná hin Ótrúlegu ótrúlega góðum árangri á íslenska bíóaðsóknarlistanum, en aðra vikuna í röð heillar teiknimyndin Hin Ótrúlegu 2 langflesta íslenska bíógesti.

Tvær glænýjar myndir komast ekki með tærnar þar sem toppmyndin er með hælana. Klukk-myndin Tag fer beint í annað sætið með tæpar þrjár milljónir í tekjur, samanborið við rúmar níu milljónir Hinna ótrúlegu, og spennutryllirinn Sicario: Day of the Soldado er í þriðja sætinu eftir sýningar helgarinnar með tæpar tvær milljónir króna í tekjur.

Tvær myndir til viðbótar bættust í bíóflóruna um helgina. Fyrsta ber að nefna Love, Simon, sem fór beint í níunda sæti listans, og þá er íslenska kvikmyndin Andið eðlilega einnig skráð sem ný, þó hún hafi verið lengi á listanum, nánar tiltekið í nákvæmlega 17  vikur, og situr nú í 14. sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: