High Schol Musical 3 slær Harry Potter við

Framhaldsmyndin High School Musical 3: Senior Year: hefur slegið í gegn í Bretlandi 3 vikum fyrir
frumsýningu! Engin mynd í kvikmyndasögunni hefur, samkvæmt tilkynningu frá
framleiðendum myndarinnar, Disney, selt eins mikið af miðum í forsölu í
Bretlandi.


Nú þegar hafa selst miðar í Bretlandi fyrir um hálfa milljón punda, eða um 100
milljónir íslenskra króna.  Sú mynd sem
átti fyrra metið var
Harry Potter and the Goblet of Fire með 227.000 pund í forsölu.  

Myndin verður frumsýnd í Bretlandi þann 22. Október nk.