Þær fregnir voru að koma í hús að sjónvarpsþátta- og kvikmyndaleikkonan Katherine Heigl sé hætt að leika í læknadrama – sjónvarpsþáttunum Grey´s Anatomy, eftir að hafa leikið þar í sex þáttaröðum.
Í tilkynningu frá ABC sjónvarpsstöðinni kemur fram að Heigl hafi komið fram í síðasta þætti sínum þann 21. janúar sl., sem er fjórum mánuðum áður en þáttaröðin rennur sitt skeið í vetur, sem er í maí nk. ABC segir að Heigl hætti að leika Dr. Izzie Stevens samkvæmt samkomulagi á milli stöðvarinnar og leikkonunnar.
Heigl sagði við tímaritið Entertainment Weekly að hún hefði óskað eftir að hætta í þáttunum 18 mánuðum fyrr en áætlað hafði verið, þar sem hún vildi eyða meiri tíma með ættleiddri dóttur sinni. Heigl, sem er 31 árs gömul, er gift söngvaranum og lagasmiðnum Josh Kelly.
Heigl hyggur væntanlega á frekari frama í bíómyndum, en hún sló í gegn í myndum eins og Knocked Up

