Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Knocked Up 2007

Frumsýnd: 7. september 2007

A one night stand that turned into something more.

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 85
/100

Rómantísk grínmynd frá leikstjóra 40 Year Old Virgin um ungan mann sem kemst að því að hann hefur barnað stúlku eftir einnar nætur gaman. Þegar Allison Scott fær sérstaka kynningu á E! sjónvarpsstöðinni þá fer hún á næturklúbb til að fagna ásamt eldri systur sinni Debbie, sem er gift. Debbie fer á undan henni heim en Allison verður eftir með Ben, og... Lesa meira

Rómantísk grínmynd frá leikstjóra 40 Year Old Virgin um ungan mann sem kemst að því að hann hefur barnað stúlku eftir einnar nætur gaman. Þegar Allison Scott fær sérstaka kynningu á E! sjónvarpsstöðinni þá fer hún á næturklúbb til að fagna ásamt eldri systur sinni Debbie, sem er gift. Debbie fer á undan henni heim en Allison verður eftir með Ben, og drekkur og dansar alla nóttinu. Þau eru bæði blindfull og enda með því að eiga saman einnar nætur gaman. Bend notar ekki smokk og átta vikum síðar þá uppgötvar Allison að hún er ófrísk. Hún hringir í Ben og þau ákveða að reyna að hefja samband og eignast barnið. En Ben þarf eiginlega fyrst að þroskast sjálfur áður en hann getur orðið fjölskyldufaðir.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þá er það Knocked Up úr smiðju hins mikla snillings Judd Apatow. Þeir sem ekki hafa sé Freaks and Geeks seríuna ættu að drífa í því strax. Annars hefur Apatow verið með puttana í mikilli snilld síðustu ár, t.d. leikstýrði hann The 40 Year Old Virgin, framleiddi Superbad og Anchorman og nú er að koma mynd hann skrifaði og er með sama gengi sem heitir Pineapple Express og er að fá frábæra dóma (4/5 hjá Empire). Allavega... Knocked Up er frábær gamanmynd sem líklega allir hafa séð. Seth Rogen fær hér tækifæri til að sanna sig í aðalhlutverki og tekst frábærlega til, Katherina Heigl (úr Grey´s Anaomy) er líka góð og svo eru fullt af minni hlutverkum sem eru frábær. Mikið af gengi Apatow er mætt á staðinn eins og Jonah Hill og Jason Segel, Paul Rudd er líka frábær (sérstaklega á sveppum). Myndin kemur vel á kortið þeim pælingum sem vakna þegar barn er á leiðinni en fellur ekki í þá algengu gryfju að vera væmin. Bravó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um mann og konu sem upplifa skyndiynni, hún verður ólétt og þau ákveða svo að reyna að láta þetta ganga.

Myndin er fyndin á köflum en mér fannst persónunar og þó sérstaklega aðalpersónan leiðinleg og því lengra sem leið á myndina því meira hataði ég aðalpersónuna.

Eflaust verið hugmyndin að sækja í samúð feitra, heimskra amerískra karlmanna. En það mistókst minnstakosti á mig.

Í heildina myndi ég segja að þetta væri allt í lagi, heilalaus gamanmynd sem er að reyna að vera eitthvað sem hún er klárlega ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hlægileg
Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Hélt að hún væri þunnur þrettándi, en reyndist svo vera bráðhlægileg með fullt af fínum bröndurum. Kannski hefði ég alveg mátt gera mér væntingar enda sami hópur á ferð og gerði The 40 year old virgin og Superbad. Húmorinn dálítið mikið fyrir neðan belti sem setur aldurstakmörkin aðeins upp. Það sem er neikvætt við myndina er að persónusköpun, sérstaklega kvenhetjunnar, er heldur þunn, og Fríða og dýrið - minnið, full sjálfsagt.
En 7,5 stjörnur.

7,5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dónaleg og hugljúf - Afar spes blanda
Gamanmyndir sem að stýrast af grófum húmor finnast í tonnatali. Þetta er að sjálfsögðu mjög þreytt stundum. Til eru þó hinar og þessar myndir sem að nýta sér þennan húmor, en leggja sömuleiðis áherslur sínar á annað, og oftar en ekki verða þær miklu betri fyrir vikið.

Leikstjórinn Judd Apatow er greinilega mjúkur maður í sér, þrátt fyrir að nota greddubrandara í ákveðnu magni, og sést það mikið á þessum tveimur myndum sem hann hefur gert á aðeins stuttum tíma.

The 40 Year Old Virgin var miklu meira en bara gróf gamanmynd; Hún bauð einnig upp á áhugaverðar persónur og var hvergi sama um þær. Knocked Up er svipuð, nema mér finnst hún vera miklu betri mynd. Hún er kannski ekki endilega miklu fyndnari, en almennt séð er handritið betra og myndin þolir það mun betur að vera tveir tímar á lengd, sem að virkaði stundum takmarkað á hina myndina.

Þeir kostir sem að Knocked Up hefur eru margir, og gallarnir gífurlega fáir. Myndin virkar fyrst og fremst að nærri öllu leyti. Samtöl myndarinnar eru á tíðum klúr og húmorinn ekki alltaf smekklegur. Persónusköpunin er þó allt annað en litlaus, og lagt er talsvert í að sýna að maður geti haldið með fólkinu sem er á skjánum, sérstaklega lykilpersónunum tveimur, sem leiknar eru af Seth Rogen og Katherine Heigl.

Rogen leikur dæmigerðan aulabárð, eða hann virkar eins og dæmigerður aulabárður. Með tímanum sér maður að það er meira á bakvið hann og kemur Rogen því fullkomlega til skila að þetta er einstaklingur sem áhorfandanum líkar vel við. Hann er jafnframt fyndinn allan tímann og smellur passlega við hlið Heigl, sem er líka ákaflega góð. Aukaleikarar eru síðan miklu meira en bara skraut. Paul Rudd og Leslie Mann eru stórfín og nýja grínstjarnan - að mínu mati- Jonah Hill (sem skotið hefur upp kollinum hér og þar í myndum eins og Grandma's Boy, Virgin og mun næst sjást í Superbad) stelur öllum sínum atriðum.

Myndin tekur sig náttúrlega alvarlega á ýmsum stöðum, sem getur þótt fráhrindandi fyrir suma sem að búast einungis við stanslausu gríni, en mér fannst myndin halda góðu flæði út alla lengdina og m.a.s. í alvarlegu senunum var ég heillaður. Ótrúlegt en satt. Knocked Up er þar af leiðandi bæði manneskjuleg og raunsæ, þrátt fyrir að vera meinfyndin vitleysa í þokkabót.

Jú, myndin er löng, en aldrei of langdregin. Það eru nokkur atriði sem að draga athyglina of mikið frá aðalsöguþræði myndarinnar (t.d. sub-plottið með ''framhjáhaldinu''). Annars, þá er þessi mynd sennilega bæði ein sú fyndnasta í ár sem og einfaldega einhver best heppnaða í gamanmyndageiranum sem ég hef séð í svolitla tíð.

Algjör vellíðunarmynd segi ég! Ekki spurning.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á knocked up þá hélt ég að ég væri að fara á mynd sem væri svolítið í anda 40 year old virgin og ancurman, jú jú það er að hluta til rétt. En hún er eitthvað svo miklu meira, og merkilegri mynd en ég bjóst við. Vissulega er hún mjög fyndin og mjög svo kómískt yfirbrag á henni. En um leið er hún líka falleg,

rómantísk og bara mannleg mynd.Myndin er í stuttumáli um ungan mann sem hittir þessa laglegu stúlku á bar, þau skemmta sér vel saman þetta kvöld og enda með því að fara saman heim. Ekkert hittast þau neitt meira eftir kvöldið fyrr en 3 vikum síðan þegar strákurinn fær hringinngu frá stúlkunni sem gefur honum þær fréttir að hún sé ólétt eftir hann.Þetta er ekki þessi týpiska rómantíska gaman mynd þar sem fólk hittast verða ástfanginn allt fer í bál og brand undir lok og svo endar með því að maðurinn eltir konuna upp á flugvöll. Þessi mynd er meira bara sem myndi gerast fyrir okkur, hina almennu borgara.

Þarft að vinna í að vera ástfanginn og þetta er ekki alltaf dans á rósum, með rómantíska one liner sharmerandi gaur sem heillar konuna upp á skónnum. Meira bara svona meðalljón sem hittir þessa stúlku gerir hana óvart ólétta, og þarna kveiknar upp eitthvað samband sem er bara svo rosalega eðlelegt sem gerir myndina svo fallega. Jú jú grín mynd er þetta, með grófu brandaranna inn á milli, en samt heldur hún sér á eðlelegum nótum.

Hún nær algjörlega að fanga þennan eðlilega sarma, alls ekki ýkt, eins og svo margar rómantískar gamanmyndir. Þetta er svona fyrsta myndin sem ég sé sem er bæði drep fyndin og svo há alvarleg líka. Og já ég held ég get ekki lýst þessu mikið betur, bara mynd sem allir ættu að sjá því hún er alveg frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.02.2008

Pistill: Topp 10 - '07

Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum á klakanum, þá vel ég ALDREI mínar Topp 10 myndir ársins eftir því hvenær þær voru frumsýndar hérna, heldur eftir jú, auðvitað framleiðsluári.Persónulega finnst mér hálf b...

09.01.2008

People's Choice Awards finnur leið framhjá verkfal

People's Choice Awards voru veitt fyrir rétt um 4 klukkustundum síðan í 34.sinn á heldur óvenjulegan máta. Fyrir þá sem ekki vita þá eru People's Choice Awards verðlaun þar sem aðdáendurnir kjósa beint vinningshafa í fyr...

03.08.2015

Er einkvæni eðlilegt? - Trainwreck frumsýnd 5. ágúst!

Gamanmyndin Trainwreck verður frumsýnd miðvikudaginn 5. ágúst. Myndin verður sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri. Myndin er einnig forsýnd í kvöld í Laugarásbíói. Amy hefur st...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn