Hefnd og sektarkennd í nýrri Schwarzenegger mynd

Ný stikla og fyrsta plakat er komið út fyrir nýjasta spennutrylli Arnold Schwarzenegger, Aftermath, en ásamt honum fara með helstu hlutverk í myndinni þau Scoot McNairy (Our Brand Is Crisis, 12 Years A Slave) og Maggie Grace (The Taken Series, Lockout) ásamt Martin Donovan.

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og kemur í bíó 7. apríl nk. í Bandaríkjunum.

Það er spennuþrungin stemmning í stiklunni, en myndin segir frá því þegar flugslys verður til þess að líf tveggja manna fléttast saman. Þetta er saga af sektarkennd og hefnd, eftir að mistök flugumferðarstjóra (McNairy) í starfi verða til þess að eiginkona og dóttir manns, sem Schwarzenegger leikur, láta lífið.

Illmögulegt er að segja meira frá myndinni án þess að uppljóstra mikilvægum atriðum, og því verður það látið kyrrt liggja.

Óvíst er á þessari stundu í hversu mikilli dreifingu Aftermath verður í bandarískjum bíóhúsum, en aðrar myndir sem frumsýndar verða þennan saman dag eru til dæmis Going in Style, með stjörnuleikurunum Morgan Freeman, Alan Arkin og Michael Caine. Þá verður nýja Strumpamyndin Smurfs: The Lost Village, frumsýnd. Skömmu seinna, eða helgina á eftir, kemur svo ofurtryllirinn Fate of the Furious.

Kíktu á stikluna og plakatið hér fyrir neðan.