Heath Ledger vonaðist til þess að verða rekinn frá tökum á The Dark Knight, þessvegna lék hann Jókerinn eins ýkt og hann gerði. Þetta segir náinn vinur Heath, Nicola Pecorini í nýjasta hefti Vanity Fair. Einnig kemur fram að samningurinn hans kvað til um það að Heath fengi borgað þótt hann yrði rekinn úr myndinni og fannst honum því ekki eins og hann hefði neinu að tapa.
Annar vinur Heath sem og umboðsmaður, Steven Alexander, segir einnig að Heath hafi aldrei verið hrifinn af því að leika í sumar „blockbuster“ eins og The Knight með leikfangafígúrum og öðru sem fylgir slíkum myndum. Hann var hræddur um að það myndi takmarka hann sem leikara.
Hvort þetta sé satt munum við aldrei fá staðfest, en engu að síður áhugavert. Grein Vanity Fair um Heath má lesa hér.


