Harington mikilvægur útlagi

Game of Thrones og Spooks: The Greater Good leikarinn Kit Harington hefur verið ráðinn í spennutryllinn Brimstone, ásamt þeim Dakota Fanning og Guy Pearce.

kit harington

Harington mun leika útlaga sem fer með mikilvæga rullu í sögu um hefnd og uppgjör. Leikarinn kemur í stað Robert Pattinson, sem áður átti að leika hlutverkið.

Carice van Houten (Valkyrie, Game of Thrones) er einnig í leikhópnum, sem er eftir hinn hollenska Martin Koolhoven.

Fanning fer með aðalhlutverkið í Brimstone, konu sem er á flótta undan fortíð sinni og á hælum hennar er illur predikari, sem Pearce leikur.