Hálfguð og prinsessa vinsælust allra

Moana prinsessa og hálfguðinn Maui eru aðalstjörnurnar í vinsælustu mynd landsins, Vaiana, en hún tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina á sinni fyrstu viku á lista. Toppmynd síðustu viku, ævintýramyndin Fantastic Beasts and Where to Find them, verður því að gera sér annað sæti listans að góðu að þessu sinni. Í þriðja sæti listans er svo önnur ný mynd, Allied, njósnamynd með Brad Pitt og Marion Cotillard í aðalhlutverkum.

vaina

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni. Vampíru og varúlfamyndin Underworld: Blood Wars fer beint í fimmta sætið og Magnus, mynd um nýbakaðan heimsmeistara í skák, Magnus Carlsen, fer beint í 20. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

18 19