Hader og Wiig leika tvíburasystkini

Í dag var sýnd ný stikla úr gamanmyndinni The Skeleton Twins. Tvær stærstu stjörnur sinnar kynslóðar úr gamanþáttunum Saturday Night Live, SNL, á NBC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, Kristen Wiig og Bill Hader leika titilpersónurnar.

Með önnur hlutverk fara m.a. Luke Wilson og Ty Burrell, en margir ættu að kannast við þann síðarnefnda úr sjónvarpsþáttunum Modern Family.

skeleton

Viig og Hader leika tvíburasystkini sem eru hætt að talast við, en bæði sleppa naumlega undan því að deyja á sama deginum, og það verður til þess að þau ákveða að hittast á ný og fara yfir það hvað fór úrskeiðis í sambandi þeirra.

Rannsókn þeirra beggja hefst með því að horfa til baka á sambönd við gamlar kærustur og kærasta. Myndinni er leikstýrt af Craig Johnson, sem áður hefur gert gamanmyndina True Adolescents.

Wiig sást síðast í framhaldsmyndinni Anchorman 2: The Legend Continues. Það er hægt að sjá Hader í kvikmyndinni 22 Jump Street, þar sem hann fer með lítið hlutverk, en myndin er nú sýningum hér á landi.

The Skeleton Twins verður frumsýnd þann 19. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.