Gyllenhaal og fleiri slást um the Bourne Legacy

Leikstjórinn Tony Gilroy, sem á meðal annars myndina Michael Clayton að baki sem og handritin að fyrri Bourne-myndunum, leitar nú að ungum leikara fyrir fjórðu myndina í Bourne-seríunni víðfrægu. Eins og áður hefur komið fram mun myndin, sem ber heitið The Bourne Legacy, ekki fjalla um persónu Matt Damon, hörkutólið Jason Bourne, heldur nýjan karakter sem hefur þó svipaðan bakgrunn.

Gilroy er sagður hafa fundað með nokkrum leikurum í vikunni og má þar helst nefna Jake Gyllenhaal, Josh Hartnett, Michael Fassbender, Garrett Hedlund og Alex Pettyfer. Kvikmyndaverið Universal Pictures vill hafa flýta verkefninu í framleiðslu og koma myndinni í kvikmyndahús á næsta ári.

– Bjarki Dagur