Guillermo del Toro er bókaður til ársins 2017

 Leikstjórinn Guillermo del Toro (Pan’s Labyrinth, Hellboy II: The Golden Army) er með hlutina á hreinu þegar kemur að verkefnum. Hann er búinn að tryggja sér vinnu til ársins 2017, þannig að það eru vinnusöm 9 ár framundan.

Universal hafa læst hann inni í 3 ár, og vilja að hann geri fjórar myndir, og þar á meðal endurgerðir myndanna Dr. Jekyll and Mr. Hyde og Frankenstein. Hins vegar er næsta verkefni hans auðvitað The Hobbit, sem er hliðarsaga tengd Lord of the Rings þríleiknum, en áætlað er að The Hobbit komi út árið 2011.

Aðrar myndir sem eiga að halda honum uppteknum til árins 2017 eru Slaughterhouse Five, Drood og At the Mountains of Madness.

Slaughterhouse Five: Guillermo del Toro ætlar að túlka bókina meira bókstaflega heldur en samnefnd mynd frá árinu 1972, en bókin fjallar um fanga í útrýmingarbúðum nasista í Seinni Heimsstyrjöldinni sem ferðast í gegnum tíma og rúm.

Drood: Mynd eftir samnefndri bók sem er ekki enn komin út, en áætlað er að hún komi út í febrúar á næsta ári. Bókin er skrifuð af Dan Simmons, sem er víst mikið fyrir vísindaskáldskap. Bókin fjallar um hvernig lestarslys breytti rithöfundnum Charles Dickens, gerði hann nánast geðveikan og mögulega að morðingja áður en hann skrifaði sína síðustu skáldsögu, The Mistery of Edwin Drood.

At the Mountains of Madness: Mynd eftir samnefndri bók H.P. Lovecraft.