Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Pan's Labyrinth 2006

(El Laberinto del Fauno)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. febrúar 2007

What happens when make-believe believes it's real?

119 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 98
/100

Hin unga Ófelía ferðast með óléttri móður út í sveitir Spánar árið 1944, til að setjast þar að með nýjum eiginmanni móðurinnar. Sá er yfirmaður í hernum og grimmdin uppmáluð, en á meðan uppgötvar Ófelía ævaforna töfraveru sem segir að hún sé réttborin prinsessa undirheimanna.

Aðalleikarar

Einstök og ógleymanleg
Sjaldan hef ég vitað til þess að ein mynd gæti verið bæði gullfalleg og truflandi í senn. Pan's Labyrinth er þ.a.l. algjörlega ein sinnar tegundar. Sem ævintýramynd handa fullorðnum nær hún frábærlega að fanga þennan fantasíuneista, en undir öllu því yfirborði leynist drungaleg og á köflum nett ógeðfelld saga sem bæði hlýjar um hjartaræturnar og rífur í þær. En þrátt fyrir að vera með þeim ljótari myndum sem ég hef séð undanfarin misseri, þá leynist virkilega fallegur mórall í sögunni og Guillermo Del Toro sýnir það að myndin sé með hjartað á réttum stað.

Alveg sama hvað viðkomandi finnst um myndir eins og Cronos, Blade II eða Hellboy, þá er ekki hægt að neita því að Del Toro er algjör snillingur þegar það kemur að sjónrænum stíl og andrúmslofti, og sannar hann sig einnig hér sem öflugur handritssmiður í þokkabót (allavega hefur hann þann hæfileika á spænsku). Sagan er lagskipt, útpæld og geysilega eftirminnileg. Það er mjög einkennandi við þessa mynd hvernig hún hoppar frá ævintýraheiminum yfir í alvarlega umhverfi myndarinnar, þrátt fyrir það að báðir heimarnir séu álíka skuggalegir, en hvor á sinn hátt. Það er eins og Del Toro hafi fullkomlega tekist að þræða saman tvær efnislega ólíkar (eða hvað?) sögur í eina heild. Svo fer það ekki á milli mála að hver einasta sena í myndinni er vægast sagt vönduð og kemur vel út á einhvern hátt, hvort sem um er að ræða leik, tæknibrellur, sviðsmyndir eða kvikmyndatöku. Umgjörðin er stórfengleg og litanotkunin m.a.s. afar nákvæm og sérstök. Hvernig sagan nær líka að hafa slík þung áhrif á mann í lokin er ógleymanlegt. Endirinn er alveg brilliant að því leyti að hann skilur eftir sig fáeinar spurningar sem áhorfandinn er beðinn um að svara, og hvort myndin endar vel eða ekki fer algjörlega eftir því hvort viðkomandi sé bjartsýnn eða svartsýnn.

Það væri algjör synd að telja myndina ekki vera með þeim albestu frá 2006, sem virðist líta út fyrir að vera hörkugott kvikmyndaár að mínu mati (sbr. United 93, The Departed, Children of Men o.fl.). Ekki nóg með það, heldur þá efa ég ekki að hún sé orðin að einni uppáhalds myndinni minni.

10/10

PS. Ef að þessi heillar ykkur, tékkið einnig á "systurmyndinni," The Devil's Backbone, sem er einnig algjör gimsteinn frá Del Toro.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pan's Labyrinth er magnað meistaraverk frá leikstjóranum Guillermo Del Toro, og sú langbesta sem hann hefur sent frá sér hingað til. Myndin fjallar um Ófelíu, sem flytur með móður sinni til Spánar um 1944 í lítinn sveitabæ með nýja manninum sem hún er með, sem er yfirmaður í hernum og af alverstu gerðinni. Á dvöl sinni, heyrir hún einkennileg hljóð. Þegar álfur segir henni að fylgja sér í skóginn, fyllist hún spenningi. Þar kynnist hún fornri töfraveru, sem upplýsir hana um að hún sé meir en hún heldur. Allt virðist þetta hljóma undarlega fyrir henni, þar til hann sýnir henni merkin um tilveru hennar í undirheimunum. Í því augnabliki, ákveður hún að taka að sér þrjár þrautir sem hann setur fyrir hana og þarf hún að kljást við þær til að komast aftur í hennar heima áður en fullt tungl kemur upp. Pan's Labyrinth er ein óvenjulegasta og skemmtilegasta ævintýramynd sem ég hef séð. Del Toro skapar hér einn fallegasta og drungalegasta heim sem maður hefur séð í langan tíma. Hver einasti rammi í myndinni er vel úthugsaður og myndaður af stakri snilld, eins og um flott listaverk væri að ræða. Hún er einstaklega vel leikinn, þar sem Sergio Lopez stelur senunni sem hinn brjálaði höfuðsmaður. Ofbeldi er sjaldgæft í ævintýramynd, en hér er það í nokkru magni og eru sum atriðin virkilega nasty. Sagan í myndinni er alveg mögnuð, og rígheldur manni við efnið alveg frá byrjun. Búningahönnun er virkilega góð og sömuleiðis förðunin, sérstaklega á fornaldarverunni sem Doug Jones(Abe Sapien í Hellboy) leikur. Einnig er hún virkilega spennandi, frumleg, frábærlega skrifuð og soldið sorgleg. Með tilkomu Græna Ljóssins, hefur bíóárið bara batnað. Og með myndir eins og Pan's Labyrinth og Little Miss Sunshine o.fl. á leiðinni, þá er von á mjög góðu bíóári. En þessi mynd er mögnuð frá byrjun til enda, og hvet ég alla að sjá þetta meistaraverk sem fyrst. Ógleymanleg kvikmyndaupplifun af bestu gerð. Algjör nauðsyn að sjá þessa mynd. 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.08.2011

Gagnrýnandi í 10 ár - "Þetta er í genunum"

Tómas Valgeirsson gagnrýnandi á kvikmyndir.is fagnar í dag 10 ára afmæli sínu sem gagnrýnandi, en Tómas skrifaði fyrstu umfjöllunina á kvikmyndir.is þann 31. ágúst árið 2001. "Já það passar. Fyrsta umfjöllunin var skrifuð þennan dag fyrir 10 árum, og var um myndina Planet of the...

15.02.2008

Pistill: Topp 10 - '07

Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum á klakanum, þá vel ég ALDREI mínar Topp 10 myndir ársins eftir því hvenær þær voru frumsýndar hérna, heldur eftir jú, auðvitað framleiðsluári.Persónulega finnst mér hálf b...

04.01.2015

Fyrsta myndin af Hiddleston í Crimson Peak

Fyrsta opinbera ljósmyndin af leikaranum Tom Hiddleston í nýjustu kvikmynd Guillermo Del Toro, Crimson Peak, var opinberuð í dag. Del Toro á að baki myndinr á borð við Pan's Labyrinth. Lesendur ættu að þekkja Hiddleston...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn