Gucci með tvær milljónir

Þó myndin hafi ekki náð á toppinn í fyrstu tilraun, á frumsýningarhelginni í síðustu viku, þá er House of Gucci nú komin alla leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Hún skákar þar með toppmynd síðustu viku, hinni töfrandi teiknimynd Encanto.

Tekjur toppmyndarinnar voru tæpar tvær milljónir króna um síðustu helgi og rúmlega ellefu hundruð manns greiddu aðgangseyri.

Draugabanar enn vinsælir

Í öðru sæti eru draugabanarnir í Ghostbusters: Afterlife, rétt eins og helgina þar á undan en ríflega þrettán hundruð manns fóru að sjá myndina um helgina.

Í þriðja sæti er svo fyrrnefnd Encanto með fjórtán hundruð gesti og tæplega 1,7 milljónir króna í tekjur.

Bond enn tekjuhæst allra mynda

Tekjuhæsta kvikmyndin sem er í sýningum í bíóhúsum er James Bond myndin No Time to Die en greiddur aðgangseyrir er tæplega 88 milljónir króna og 58 þúsund manns hafa séð myndina, eða tæplega sextán prósent þjóðarinnar. No Time to Die er í tólfta sæti bíóaðsóknarlistans og hefur verið í tíu vikur í sýningum.

Næst tekjuhæsta kvikmyndin á listanum er grín spennumyndin íslenska Leynilögga, en tekjur af sýningu hennar nema nú 75 milljónum króna. 41 þúsund manns hafa greitt sig inn á myndina, eða ellefu prósent landsmanna.

Leynilögga situr nú í fimmta sæti aðsóknarlitans eftir átta vikur í sýningum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: