Helgin var góð fyrir Bruce Willis hér á Íslandi eins og í Bandaríkjunum, en nýjasta mynd hans, A Good Day to Die Hard, fór beint á topp íslenska aðsóknarlistans, en myndin var frumsýnd á fimmtudaginn síðasta.
Um er að ræða fimmtu myndina í Die Hard seríunni en í myndinni vinna þeir saman feðgarnir John McClane og sonur hans Jack McClane, við að uppræta rússneskan ruslaralýð.
Önnur vinsælasta mynd helgarinnar á Íslandi var uppvakningarómansinn Warm Bodies, með Nicholas Hault í aðalhlutverkinu, en hjarta hans fer að slá á ný þegar hann verður ástfanginn af stúlku sem ekki er uppvakningur.
Í þriðja sæti er toppmynd síðustu viku, Hansel & Gretel Witch Hunters. Þá kemur norska verðlaunamyndin Kon-Tiki í fjórða sætinu, upp úr 12. sætinu, og í fimmta sæti, upp um eitt sæti milli vikna, er söngvamyndin Vesalingarnir. Tvær síðastnefndu myndirnar munu keppa um Óskarsverðlaunin innan fárra daga.
Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum. Teiknimyndin Öskubuska í villta vestrinu fer beint í 15. sætið og Beyond the Hills fer beint í 25. sætið.
Sjáðu lista 26 vinsælustu mynda á Íslandi hér að neðan: