Getraun: In Time (boðsmiðar)

Þeir kvikmyndaáhugamenn sem þekkja nafnið Andrew Niccol geta ekki annað en eftir svolítið spenntir yfir því að sjá nýja mynd eftir hann. Þó svo að þær hafa ekki allar verið góðar (Simone), þá er hann engu að síður ábyrgur fyrir einhverja bestu költ-mynd þarsíðasta áratugar, Gattaca, sem er sömuleiðis ein vanmetnasta sci-fi mynd í heimi.

In Time þykir ekki ósvipuð henni hvað grunnhugmynd varðar en myndin gerist á þeim tíma í framtíðinni þar sem fólk hættir að eldast um 25 ára aldurinn og þar sem tíminn hefur komið í staðinn fyrir peninga. Þeir ríku safna árum og jafnvel árþúsundum sem gerir þeim kleift að lifa að eilífu, á meðan þeir fátæku betla, stela eða fá lánaðar nokkrar mínútur til að lifa af hvern dag!
Í þessum heimi lifir Will Salas og er hann einn af þeim óheppnu sem vakna upp á hverjum morgni með aðeins 23 klukkustundir eftir ólifað á lífsklukkunni. Og ef hann getur ekki aukið við tímann sinn lifir hann ekki fram á næsta dag. Þegar ríkur ókunnur maður finnst dauður og Will er ranglega sakaður um morðið hefst mikill eltingaleikur þar sem hann hittir fyrir fallegan gísl. Með þeim takast ástir og saman þrauka þau frá einni mínútu til hinnar næstu og mynda öflugt teymi gegn ríkjandi skipulagi og kúgun!

Kvikmyndir.is ætlar að gefa fullt af opnum boðsmiðum á myndina og þeir verða dreifðir út alla helgina. Það sem þú átt að gera er að segja mér frá hvaða ári hinar myndirnar eru sem Niccol hefur leikstýrt, og til þess að minna fólk á hvað er í boði þá getið þið notað plakötin hérna til hjálpar. Sumir eru líka ekki svo góðir með nöfn á bíómyndum og hjálpar að fá eitthvað myndrænt með. Það er heldur ekki eins og Niccol-myndirnar hafi flestar verið einhverjir stórsmellir.

 

 

 

 

 

 

 

 
Sendið svörin á tommi@kvikmyndir.is og á laugardaginn og sunnudaginn verða reglulega sendir póstar tilbaka á notendur með nánari leiðbeiningar um hvert skal sækja bíómiðana.

Gangi ykkur vel!