Gervijóker rændi kvikmyndahús

20 ára maður, Spencer Taylor, var handtekinn fyrir að reyna að stela The Dark Knight varningi úr kvikmyndahúsi vestanhafs fyrir stuttu. Lögreglan fékk hringingu rétt eftir miðnætti á sunnudegi frá starfsfólki kvikmyndahússins sem hafði staðið hann að verki. Þegar lögreglan mætti á staðinn þá höfðu nokkrir starfsmenn kvikmyndahússins náð að sliga hann niður og héldu honum föstum.

Spencer var í fullum Jókerklæðum og gekk berserksgang um kvikmyndahúsið þegar hann var staðinn að verki, en hann reyndir s.s. að stela ýmsum The Dark Knight varningi ásamt plakötum úr kvikmyndahúsinu. Hann var handtekinn og ákærður fyrir þjófnað og skemmdum á eigum kvikmyndahússins.

Hér fyrir neðan má sjá hann með jókermálningu og án hennar