Gerald Butler snýr aftur í 300

Framhald hinnar geysivinsælu 300, sem mun bera undirtitilinn Battle of Artemisia, hefur verið þónokkuð lengi í framleiðslu en fyrri myndin kom í bíóhús árið 2007. Vitað er að Noam Murro hefur hreppt leikstjórastólinn og að myndin muni fjalla um yngri ár Xerxes, sem áhorfendur muna eflaust eftir úr 300.

Framleiðandi myndarinnar, Bernie Goldmann, hefur nú staðfest að Gerald Butler og Lena Headey munu bæði snúa aftur í myndinni. „Þetta er önnur saga, og það er lítið hlutverk fyrir Lenu og lítið hlutverk fyrir Gerald.“, sagði hann í nýlegu viðtali við Fandango.

Leikarinn Rodrigo Santoro fór með hlutverk Xerxes í 300 en samkvæmt Goldmann leita framleiðendur af óþekktum leikurum til að taka við hlutverkinu. „Þegar þú gerir sögulega mynd er frábært að fá óþekkta leikara. Þú getur ekki fengið Tom Cruise í svona mynd því það horfa allir á hann og hugsa ‘Þetta er Tom Cruise!'“.