Gera Freddy óhuggnalegan á ný

Upprunalega A Nightmare on Elm Street serían hafði þau áhrif á aðdáendur að þeir voru farnir að vera glaðir að sjá hann þegar hann birtist. Nýja myndin leitast við að gera Freddy óhuggnalegan á ný og Katie Cassidy, ein af leikkonum myndarinnar, segir að það hafi tekist. Hún hafi verið skíthrædd.

Hún heldur áfram og segir: ,, Þetta á eftir að hræða líftóruna úr fólki. Ég er alveg pottþétt á að fólk muni fríka út. Þetta tók á andlega og líkamlega, en það var frábært. Þetta var frábær reynsla“

Eins og margir vita þá mun Jackie Earle Haley taka að sér hlutverk Freddy Kruger í nýju myndinni.