Garfield mun snúa aftur

Þrátt fyrir arfaslaka dóma þá hafa aðstandendur 20th Century Fox ákveðið að gefa græna ljósið á framhaldsmynd fyrir Garfield, en eins og mátti búast við, þá er það vegna þess að sú mynd tók inn dágóðan slatta af seðlum umhverfis heiminn í miðasölunni (henni gekk að vísu betur í DVD sölum). Búið er að velja leikstjóra fyrir þetta verkefni. Nafnið er Tim Hill og er hann ekki ókunnugur fjölskyldumyndageiranum, en hann stóð m.a. á bakvið Muppets From Space og Max Keeble’s Big Move (ykkar um að velja hvort það lofi góðu eða slæmu…). Ekkert er vitað um hvort Bill Murray eða nokkur af hinum snúi aftur. Framleiðendur vilja þó vera óvenju bjartsýnir og fá allt liðið aftur.