Game of Thrones hættir eftir áttundu þáttaröð

game-thrones_1HBO sjónvarpsstöðin hefur tilkynnt opinberlega að verðlaunasjónvarpsþættirnir vinsælu Krúnuleikar, eða Game of Thrones, muni ljúka göngu sinni eftir áttundu þáttaröð, en dagskrárstjóri stöðvarinnar, Casey Bloys segir að það hafi verið höfundar þáttanna, þeir David Benioff og D.B. Weiss  sem hafi tekið ákvörðunina.

Búið er að sýna sex þáttaraðir af Game of Thrones.

„Ég held að David Benioff og D.B. hafi ákveðna áætlun um hve margar þáttaraðir þeir vilja gera,“ sagði Bloys. „Ef ég gæti fengið þá til að gera fleiri þáttaraðir, þá myndi ég gera 10 slíkar, en við viljum að þeir ráði þessu.“

Bloys sagði jafnframt að í sjöundu þáttaröð verði sjö þættir, en enn eigi eftir að ákveða fjölda þátta í áttundu þáttaröð ( orðrómurinn sagði sex ).

Sjöunda þáttaröð mun koma á skjáinn næsta sumar, 2017, sem er breyting frá vanalegum frumsýningartíma þáttanna sem er í apríl hvert skipti.

Tökur 7. þáttaraðar munu fara fram í Norður Írlandi, Spáni og hér á Íslandi, enda vilja framleiðendur taka upp í köldu verðurfari.