Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Misery
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Misery

Þessi mynd er algjör snilld. Hún fjallar um rithöfund að nafni Paul Sheldon sem hefur verið að skrifa bækur(svona rómantískar sögur) um konu sem á að heita Misery. Hann er kominn með leið á því að skrifa alltaf um sömu konuna og ákveður að láta hana deyja í næstu bók. En einu sinni er hann úti í óbyggðum og lenti í bílslysi og er næstum dauður. En kona kemur að honum og bjargar honum. Konan heitir Anne Wilks og er einn mesti aðdáandi hans og er fyrrverandi hjúkrunarkona. Hún hjúkrar honum í húsinu sínu. hann er mjög illa særður og kemst ekkert burt. Seinnna með tímanum kemst hann að því að Anne Wilks er geðbiluð og á spennan eftir að magnast. Ég mæli mjög mikið með þessari mynd og Kathy Bates fer á kostum sem geðbilaða konan og ekki síður James Caan sem saklausi rithöfundurinn..


Sölvi
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rocky IV
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fínasta mynd hún og kemur á óvart. Þegar ég sá hana fyrst hélt ég að þetta væri svona mynd um að einhver væri að ógna Rocky en síðan var hann bara að hefna besta vinar síns. Ég verð að gefa þessari mynd 3 stjörnur vegna þess að í sannleika sagt var hún bara mjög góð. Þeir sem hafa séð Rocky 2 og 3 og hafa orðið fyrir vonbrigðum þeir bara verða að sjá þessa mynd því að hún er bara frábær.

Sölvi
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei