Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Ace Ventura
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mig langaði mest að þvo augun á mér uppúr sápu eftir að hafa byrjað að horfa á þessa mynd. Ofleikur Jim Carrey átti þó ágætlega við þetta afspyrnu slæma handrit, sem segir líklegast meira um handritið en leik Jim Carrey. Myndin lendir örlítið neðar á shitlistanum en The Postman með Kevin Costner.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Postman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ARRRRG! Takið nálina af mér!

Eina tilvikið sem ég myndi horfa aftur á þessa mynd væri ef það væri vatnslaust og ég gæti ekki þvegið á mér hárið - já eða ef það væri rafmagnslaust ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Drop Dead Gorgeous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er náttúrulega bara snilld. Það tók mig 2 tilraunir til að fatta myndina og eftir það var ekki aftur snúið. Það eru faldir brandarar út um ALLT í myndinni en þeir liggja flestir undir yfirborðinu. Nokkur atriði í myndinni voru svo brjálæðislega fyndin ég hélt ég yrði ekki eldri... I'm a winner, nobody can stop me -but me!

Ég mæli hiklaust með þessari mynd fyrir þá sem fíla svartar háðsádeilur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

KLISJA! Fínar tæknibrellur, einskisverður söguþráður, sexist setup og afburða flatur leikur.

Fín mynd fyrir börn og unglinga, hentar alls ekki fyrir fullorðið fólk sem vill láta koma fram við sig eins og hugsandi einstaklinga. Yoda hefur tekið við af JarJar sem dumbed-down karakter fyrir börn - vonandi selja þeir nóg af Yoda dúkkum til að bæta upp fyrir eyðilegginguna á karakternum.

Remember you must young one - your money this movie you should not be spent on!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Panic Room
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fín spennumynd í A klassa með snilldar myndatöku. Must að sjá hana í bíó upplifunarinnar vegna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Majestic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvæla! Eftir fyrstu 5 mínúturnar var ég viss um að ég hefði séð þessa mynd c.a. 500 sinnum áður. Ef þú vilt fyrirsjáanlega mynd þá er þetta hún - Samsuða af vondum klisjum! Sögulegt lágmark fyrir Jim Carrey. Bíddu eftir henni á spólu - helst bónustilboð með kók og prins, annars er hún ekki 800 króna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei