Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja eins og er...Mér fannst hún LEIÐINLEG! Ekki aðeins voru bardagaatriðin ALLTOF löng og langdregin, heldur voru þetta allt sömu hreyfingarnar! Mér fannst fyrri myndin algjör SNILLD og hafði því miklar væntingar þegar ég fór á seinni myndina. Eftir hlé var ég næstum því sofnuð. Og ekki spillir það að myndin endar á slíkan FÁRÁNLEGAN hátt! Það voru alveg góð atriði í þessari mynd inná milli og agent Smith er alltaf algjör snilld, en annars fannst mér myndin eiginlega þurr, og langdregin. Þessi eina stjarna sem ég gef myndinni er bara fyrir agent Smith.

Ég mæli ekki með þessari mynd nema fyrir hörðustu aðdáendur The Matrix.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Red Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Red Dragon er einhver sá albesti sálfræði-og spennytryllir sem ég hef nokkru sinni séð. Ég sá að vísu aldrei Silence of the lambs, né Hannibal, en ég vissi samt nógu mikið um Hannibal og sögu hans til að geta notið myndarinnar. Hún er alls ekki eins drungaleg og ég hélt hún yrði, en hún fær mann virkilega til að hugsa. Hannibal Lecter, er einnig einhver sá besti karakter sem ég hef nokkru sinni séð í mynd. Hann er, þrátt fyrir það að vera geðveik mannæta, látinn vera gáfaður, veraldarvanur, og eftir að hann er handsamaður og látinn í fangelsi, hefur hann svolítinn kaldhæðnislegan húmor.

Ég mæli eindregið með því að ENGINN láti Red Dragon fram hjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd á frumsýningardaginn með miklar væntingar. Ég kom til að sjá góða hasarmynd og miklar tæknibrellur. Ég settist inn og byrjaði að horfa. Atriðin þar sem Peter var að uppgötva kraftana sína og læra að nota þá voru frábær og ÖLL atriðin með The Green Goblin voru æðisleg en svo komu atriðin með M.J. Hún var svo væmin og ósjálfbjarga að það var bara ekki eðliðlegt. Ég mæli með þessari mynd ef þú ert þannig týpa að þú getur horft á spennumynd OG mikla ástarvellu í sömu myndinni. Ef þú ert eins og ég og getur það ekki þá skaltu ekki fara á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei