Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Down to Earth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Down to Earth er hin þokkalegasta gamanmynd. Hugmyndin er ágæt og frammistaða Chris Rock svíkur engan, hann er alltaf góður. Atriðið á pizzastaðnum er náttúrulega bara algjör snilld. Svartur maður í hvítum líkama = ekkert sérlega góð blanda en virkar þó í þessari mynd. Chris Rock leikur seinheppinn grínista sem á erfitt uppdráttar í stand-up geiranum. Myndin er nokkuð fyndin og þarf ekkert að fjalla mikið meira um það.

Chris Rock sýnir ágæta takta í myndinni. Down to Earth er engin dúndra en það er þó smá púður í henni.

Þetta er ekta spólumynd!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rat Race
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var ekki það sem maður bjóst við. Ég bjóst við mikilli skemmtun og miklu gríni frá upphafi til enda. Ég hló mig reyndar máttlausan við að sjá Jon Lovitz en hann er alveg magnaður karakter. Myndin í heild er ekki sú grínmynd sem ég bjóst við að sjá. Hún er ekki næstum því jafn fyndin og maður vænti eftir að hafa séð treilara og eftir að hafa heyrt um hana. Myndin olli mér vonbrigðum, ég bjóst við mun fyndnari mynd en myndin átti þó sína spretti. Hún er nú alveg ágæt á köflum og ætla ég ekki að fara að segja hér að myndin sé algjör hörmung, langt því frá. En þegar maður er búinn að byggja upp væntingar þá má ekki mikið út af bregða til þess að manni finnst allt hafa farið úrskeiðis. Rat Race er nokkuð fyndin mynd en ekki nógu fyndin samt. Þetta á einmitt að vera þannig mynd að maður hlær sig máttlausan við að sjá en það gerðist ekki alveg í þetta skiptið og niðurstaðan er því plús-mínus mynd sem fær hálft hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Big Lebowski
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ágæt. Það er náttúrulega ekkert varið í söguþráð mynarinnar. Það eru nokkur mjög fyndin atriði í myndinni eins og: atriðið með öskuna, atriðið þegar hann neglir fyrir hurðina og atriðið þegar gaurinn teiknar á blaðið þegar hann er í símanum. Ef ekki væri fyrir John Goodman þá fengi myndin ekki einkunn til að hrópa húrra fyrir. Og svo má ekki gleyma því að Steve Buscemi er til staðar og ekki er það slæmt. En myndin er algjör steypa og maður verður eiginlega að vera alveg út úr heiminum til að fíla þessa mynd í botn. En engu að síður ágætis mynd en engin sprengja og ég held að tvær og hálf stjarna sé viðunandi niðurstaða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rocky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rocky er algjör snilld. Þvílíkt meistarastykki. Fékk Óskarsverðlaun sem besta myndin og er það ekkert skrýtið þar sem að Sly sýnir sína bestu takta og nær athygli áhorfandans alveg út í gegn. Eftir myndina kemst maður í algjöran box-fíling. Ein besta mynd allra tíma og það verður ekki af henni tekið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Forrest Gump er hreint meistarastykki með Tom Hanks í forystuhlutverki. Það er eiginlega ekki hægt að setja neitt út á þessa mynd, hún er frábær!!!! Dálítið löng en mjög skemmtileg mynd sem maður getur hlegið mikið að. Forrest er ótrúlegur karakter sem allir geta fundið til með en líka haft gaman að.

Hreint út sagt mögnuð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sixth Sense
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, hvað ég varð hræddur á þessari. Hún hélt manni spenntum og um leið hræddum allan tímann. Fullt af flottum atriðum þar sem manni brá og leikur Haley Joel Osment og Bruce Willis er svaðalegur. Svalur endir sem mér datt engan veginn í hug að gæti gerst. Byrjunaratriðið er líka mjög flott. Þessi mynd er í háum klassa og svíkur engan sem vill góða spennu og einnig dálitla hræðslu.


I see dead people.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg frábær. Morgan Freeman er hérna að sýna sitt allra besta og ekki skemmir leikur Tim Robbins fyrir myndinni. The Shawshank Redemption er snilld frá upphafi til enda og þeir sem hafa slysast til að missa af þessari mynd eiga að fara út á leigu núna og ná í hana!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cool Runnings
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg mögnuð, hversu fyndið er það að fjórir dökkir menn frá Afríku, séu að keppa í bobsleigh keppni, sem er keppt á ís. John Candy er fínn í myndinni og hinir fjórir fræknu eru að standa sig mjög vel í myndinni. Mörg fyndin atriði eru í myndinni og myndin er bara besta skemmtun. Ef þig langar að leigja þér eina gamla og góða, þá er Svalar ferðir alveg málið!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Independence Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af uppáhaldsmyndum mínum. Will Smith, Bill Pullman og Jeff Goldblum taka sig allir vel út í hlutverkum sínum og þá kannski sérstaklega Will Smith. Hann er mjög töff í myndinni og Jeff Goldblum og hann mynda gott teymi í myndinni. Bill Pullman nær ágætum tökum á hlutverki sínu sem forseti Bandaríkjanna og er það mjög svalt að hann tekur þátt í stríði sinna manna gegn geimverupakkinu sem er að fara að yfirtaka heiminn. Þessi mynd er mjög svöl og þó að Bandaríkjamenn geri soldið mikið úr sér í þessari mynd, þá er það ekkert um of. Þeir gera þetta í öllum myndum en hér tekst það bara vel. Ég mæli eindregið með þessari!!!!! Hún er fyndin og spennandi. Myndin er mjög flott enda var ekkert sparað við gerð hennar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
There's Something About Mary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd olli mér miklum vonbrigðum, enda bjóst ég við mikilli skemmtun þegar ég sá hana. Allir sem voru búnir að sjá hana og ég talaði við sögðu að myndin væri geðveikt fyndin en ég sá bara alls ekki þessa fyndnu punkta. Myndin fær bara það kredit frá mér að vera með Ben Stiller í henni sem er fyndinn leikari. En annars þá er þessi mynd ekki upp á marga fiska.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumber
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er náttúrulega bara fyndnasta mynd allra tíma og mun vonandi eiga þann titil um aldur og ævi! Jim Carrey og Jeff Daniels eru bestu vinir í myndinni og ætla að setja á laggirnar Ormabúð. Öll plön þeirra fara í vaskinn og myndin gengur út á óheppni þeirra félaga. Þeir haldast ekki í vinnum sínum lengi en í byrjun myndarinnar er Jim Carrey eðalvagnabílstjóri og Jeff Daniels er hundasnyrtir. Þessi mynd er fyndin frá upphafi til enda og verður mun erfiðara fyrir grínmyndir á komandi árum að slá þessari við heldur en að standa í skugganum af henni!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
JFK
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, þessi mynd er ótrúlega svöl. Kevin Costner var að sýna sinn allra besta leik til þessa og er hann mjög trúanlegur og virðulegur í myndinni. Hann tekur upp á því að rannsaka morðið á John F. Kennedy og ætlar að komast til botns í málinu. Hann getur ekki sofið vegna málsins og konan hans er að verða brjáluð á honum vegna þess. Mjög vel leikin mynd og góð í alla staði. Hún heldur athyglinni allan tímann enda ekki annað hægt. Það er varla að maður ýti á stop til að fara á klósettið. JFK er alveg mögnuð mynd og er spennandi og manni hlakkar núna bara til að sjá skjölin um JFK morðið sem gefið verður út árið 2029!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Moonwalker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Moonwalker er kannski ekki besta mynd sem gerð hefur verið en ekki sú versta heldur. Michael Jackson er náttúrulega snillingur og leikur hans í myndinni er bara alveg þokkalegur. Ef þú ert Michael Jackson fan eins og ég þá er þetta myndin fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Pie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af fáum framhaldsmyndum sem er betri en sú fyrri eða fyrsta. American Pie 2 er öllu fyndnari en American Pie og þó að það sé ekki mikil nýbreytni í öllu ruglinu þá kemst það betur til skila nú í þessari mynd. Persónurnar Jim, Finch, Oz og Kevin eru skemmtilegri nú en áður. Félagarnir fara í sumarhús á ströndinni yfir sumarið og má segja að gamanið sé til staðar hjá félögunum allt sumarið. American Pie 2 er einfaldlega skemmtilegri en fyrri myndin og má hún eiga það.

Fyndin og skemmtileg mynd sem er ekki bara fyrir unglinga!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rush Hour 2 er alveg ótrúlega svöl mynd. Mér fannst hún vera betri en sú fyrri. Það er alltaf hægt að hafa gaman af Chris Tucker og kjaftinum hans. Mér hefur aldrei líkað neitt sérstaklega við Jackie Chan sem leikara en hann er mjög töff í Rush Hour 2. Hann og Tucker mynda eitt svalasta teymi í heimi. Tucker sér um það að rífa kjaft við mann og annan og hatar ekki að segja að Kínverjar séu litlir en Chan sér um að framkævæma hlutina. Góðir brandarar, hægri-vinstri, einkenna myndina. Manni leiðist ekki yfir þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Galaxy Quest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tim Allen er snillingur. Þáttaröðin hans Home Improvement var snilld með tveimur ellum. Hann sýnir sitt besta í þessari mynd og myndin tekst vel í alla staði. Hún fjallar um þætti sem gera grín að Star Trek og öllu því rugli. Tim Allen og crewið hans leikur í þáttaröðunum Galaxy Quest í myndinni og fólk í geimnum er búið að horfa á alla þættina og er búið að gera nákvæma eftirlíkingu af geimskipinu sem var í þáttunum. Tim Allen, Sigourny Weaver, Alan Rickman og restin af crewinu fer út í geiminn til að hjálpa fólkinu að berjast við skrýmsli. Þessi mynd Galaxy Quest er algjör snilld þar sem Tim Allen er aðalmaðurinn eins og alltaf. Hann berst meðal annars við ófreskju úr grjótum. Galaxy Quest er ótrúlega skemmtileg mynd, það verða allir að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lion King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tvímælalaust langbesta teiknimynd sem gerð hefur verið. Þessi mynd heillar alla sem sjá hana. Myndin er betri á ensku en íslensku en alls ekki slæm á íslenskunni. Þessi heimur sem búinn er til í myndinni er stórkostlegur og lögin í myndinni eru ekki af verri endanum. Elton John á flott lög í myndinni. Lion King er ótrúleg mynd. Meistarastykki!!!! Þetta er ekki bara mynd fyrir börn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Magoo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leslei Nielsen var góður í Naked Gun seríunni og því er þessi mynd þvílík vonbrigði. Að þurfa að borga sig inn á þessa mynd, sem og ég gerði á sínum tíma, er bara sorglegt. Þessi mynd á ekki einu sinni skilið að kallast mynd. Hún er ömurleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Aldrei bjóst ég við að finnast þessi mynd eitthvað góð. Ég hef ekki lesið bækurnar og gerði stólpagrín að Hannesi félaga mínum fyrir það að hlakka til að sjá myndina um síðustu jól. Ég ákvað að fara á The fellowship of the ring til að sýna sjálfum mér hversu asnalegt þetta Lord of the rings dæmi væri. EN VÁ, aldrei á ævinni hefur mér skjátlast jafn mikið. Myndin er svakaleg. Hún er stórkostleg. Það eru fá orð sem geta lýst þessum heimi sem Tolkien bjó til. Elijah Wood er mjög góður í myndinni sem Frodo og vinur hans Sam er einnig mjög flottur. Svo má náttúrulega ekki gleyma Gandalf. Hversu töff er sú persóna! Þessi mynd lítur alveg ótrúlega vel út. Allt umhverfið, náttúran, klettarnir, hellarnir, þetta er allt stórkostlegt. Þó að myndin sé frekar löng þá tekur maður lítið sem ekkert eftir því vegna allrar spennunnar sem myndast við að horfa á myndina. Þegar ég fór á myndina þá fór ég með því hugarfari að myndin yrði í besta falli ágæt en nú get ég ekki beðið eftir framhaldi myndarinnar og er mjög leiðinlegt að þurfa að bíða í ár eftir framhaldi og síðan annað ár eftir að sjá endinn. En ég mun svo sannarlega bíða spenntur eftir báðum myndunum!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Center Stage
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá hvað þessi mynd er góð!!! Án efa besta ballettmynd sögunnar, það er allt gott við þessa mynd. Söguþráðurinn, æsingurinn, ofsinn og allt það. Þvílíkt snilldarhandrit og leikararnir ná að túlka sín hlutverk mjög vel.


Næst þegar ég horfi á mynd með Sonju Marsibil þá verður það þessi mynd, ég er reyndar búinn að sjá hana og Sonja horfði á myndina með ballettvinkonum sínum, en þessi mynd er svo sannarlega þess virði að horfa á aftur og aftur og aftur og aftur!!!


Viva la Center Stage!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei