Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Rango
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki fara með börn á þessa mynd
Rangó byrjar mjög rólega, áhugaverð í byrjun og svo fer hún niður á við.

Hún verður ofbeldisfull, neikvæð, hæg og óspennandi að mínu mati, söguþráðinn hefur maður séð oft áður. Ekki mjög fyndin heldur fannst mér og salurinn virtist nú sammála mér með það.

Þessi mynd er ekki fyrir börn, einfaldlega vegna ofbeldisboðskaparins í henni.

T.d. atriði þegar litil skólastelpa spyr Rangó með tvær byssur í hendi hvenær hún megi skjóta einhvern í kviðinn.

Ég veit ekki alveg fyrir hvern þessi mynd er, hélt þetta væri fjölskyldumynd. 35 ára systir mín sofnaði yfir henni og ég beið þangað til hún var búin. Mun aldrei skilja þessa einkunn sem notendur IMBd eru að gefa þessari mynd. Bara aldrei.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei