Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Godfather: Part III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Versta Godfather myndin
Síðasta Godfafather myndin.... og sú versta. Þótt hún reyndi mjög mikið náði hún aldrei að vera jafn áhrifarík og fyrstu tvær. Ég er ekki viss um hvað Francis For Coppola var að hugsa þegar hann ákvað að búa til framhald 16 árum eftir Part II. Ég er ekki að segja að það var vondur hlutur að þessi mynd var gerð bara að ég varð fyrir smá vonbrigðum.
Al PAcino snýr aftur sem Michael Corleone. Pacino er ekki jafn góður og hann var í hinum myndunum en ég held að það sé ekki honum að kenna. Michael er orðinn 60 ára í þessari mynd og er því hæglátari en í fyrri myndum.
Núna verður Michael að takast á við miklu ómerkilegri vandamá, þar á meðal að kljást við "vonda kall" myndarinnar Zasa. Zasa er leikinn af Joe Mantegna sem er fínn en það hefði verið hægt að fá betri leikara.
Diane Keaton kemur aftur sem Kay Adams-Corleone. En sá sem stendur uppúr með Pacino er Andy García en þá er ekki mikið sagt.
Þótt að þessi mynd er alls ekki í sama gæðaflokki og hinar tvær er hún samt frekar góð og ómissandi fyri Godfather aðdáendur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Betri en fyrsta
Það er eiginlega ótrúlegt að Francis Ford Coppola hafi náð að toppa fyrstu myndina en jú, hann gerði það. Þetta er án efa besta Godfather myndin.
Al Pacino snýr aftur sem Michael Corleone. Mér finnst hann leika betur í þessari mynd. Í fyrstu myndinni var Michael daufur fyrsta helminginn en kom svo sterkur inn þann seinni. Í þessari mynd er hann orðinn alvarlegri, sem er góður hlutur.
Myndin byrjar á æsku Vito Corleone, árið 1901, þegar fjölskylda hans er myrt og hann kemur með skipi frá Ítalíu til Bandaríkjana. Svo fer myndinn til 1958 og sýnir okkur Michael sem nýja Donin. Myndin fer svona fram og aftur í tíman og verður þannig athyglisverðari.
Það er nú aðeins eitt sem vantar í þessa mynd og það er Marlon Brando. Brando lék Don Vito í fyrstu myndinni sem var eiginlega sterkasta perónan. En þetta er samt enginn stór missir því að við fáum sjálfan Robert De Niro til þess að leika unga Vito. De Niro er besti leikari myndarinnar að mínu mati, vann líka óskarsverðlaunin fyrir leik sinn. Hann er líka í besta atriðinu sem er í miðju myndarinnar. Það næstbesta er endaatriðið.
Og enn og aftur fáum við að sjá Robert Duvall, Diane Keaton og John Cazale leika vel sem skrautlegar aukapersónur.
Þetta er mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein af bestu mafíumyndum sem gerð hefur verið
Ég er ekki hissa að þessi mynd sé nr. 2 á imdb. Þessi mynd er bara tær snilld. Ein af bestu mafíumyndum sem hefur verið gerð.
Myndin fjallar í stuttu máli um Corleone mafíu-fjölskyldunna og mörgu vandamál hennar. Myndin byrjar á brúðkaupi Connie, dóttur Donsins. Þetta er mjög langt en mjög vel gert atriði. Síðan víkur sögunni mest á Michael Corleone, son Donsins og hvernig hann verður hægt og rólega að byrja að stjórna fjölskyldunni.
Francis Ford Coppola leikstýrir þessari mynd og gerir það fullkomlega. Það hefði enginn getað gert það betur. Hann vann óskarsverðlaunin fyrir handritið.
Marlon Brando og Al Pacino leika aðalhlutverkin. Brando leikur sjálfan Don Vito sem allir ættu að þekkja, jafnvel þeir sem ekki hafa séð myndina. Og af hverju þekkja hann allir. Jú af því að Brando leikur hann snilldarlega. Voldugur, virðulegur, ógnandi og vinalegur allt á sama tímanum. Vann óskarsverðlaunin sem besti leikari.
Pacino leikur Michael og þetta myndin sem gerði hann frægan. Hann hefur aldrei leikið jafn vel nema í The Godfather Part II, Scarface og Dog Day Afternoon. Maður getur augljóslega séð hvernig persónan þróast yfir myndina. Pacino er fullkominn í hlutverkið og enginn hefði getað leikið hann betur, ekki einu sinni Robert De Niro.
Aðrir leikarar standa sig líka vel eins og James Caan, Robert Duvall, Diane Keaton og John Cazale.
Myndin er um 170 mín. en verður aldrei léleg. Hápunktur myndarinnar er síðan skírnaratriðið.
Þessi mynd er snilld. Ef þið hafið ekki séð hana, þá sjáið hana. Ef þið hafið séð hana, þá sjáið hana aftur.

"I'll make him an offer he can't refuse."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Carlito's Way
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær glæpamynd
Al Pacino er einn af bestu leikurum sem uppi hefur verið. Hann hefur sannað það með myndum eins og Scarface, Scent of a Woman, Godfather myndunum og Dod Day Afternoon. Þessi mynd gefur hinum ekkert eftir.
Pacino leikur fyrrverandi dópsala, Carlito Brigante, sem hefur hætt glæpum. Sean Penn leikur lögfæðing Carlitos. Penn er mjög góður sem þessi pirrandi ja... fáviti.
Byrjunin er dálítið dauf en myndin verður betri þegar á líður og síðasti hálftíminn er sá einn mest spennandi í kvikmyndasögunni.
Brian De Palma leikstýrir þessari mynd og gerir það mjög vel. Hann hafði áður unnið með Pacino í Scarface.
Þessi mynd er rosaleg. Ómissandi fyrir þá sem fíla glæpamyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Commando
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Geðveik 80's hasarmynd
Mér finnst þetta vera klassa hasarmynd... alvöru 80's mynd. Hjá mér fellur hún í sama gæðaflokk og rambo myndirnar (sem eru awesome).
Hinn mjög ýkti Arnold Schwarzenegger kemur sterkur inn sem John Matrix. Dóttur Matrix er rænt á fyrstu tíu mínútunum og restin er Arnold að gera hard-core hluti (eins og að rífa upp símaklefa eða stökkva úr flugvél) til þess að bjarga henni. Og eins og í öllum góðum hasarmyndum virðist Arnold ver ódrepandi.
Það eina sem Arnold gerir að að berjast og koma með nokkra one-linera ("Don't disturb my friend, he's dead tired." við flugfreyju eftir að hafa drepið mann í flugvél).
Þessi mind er æði betri en Die Hard myndirnar og Rambo III. Ef þér finnst hasarmyndir góðar (sérstaklega þær sem maður fær rosalegan kjánahroll) horfið þá á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inception
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Horfið frekar á The Prestige
Þessi mynd olli mér miklum vonbrigðum. Ég bjóst nú við meiru frá Nolan, hann gerði nú snilldina The Prestige.
Leonardo DiCaprio er frekar slappur sem Dom, aðalpersónan með frekar ómerkileg vandamál.og Ellen Page var nú ekki að gera mikið.
Besta persónan var Eames (Tom Hardy) en þá er ekki verið að segja mikið.
Myndin er langdreginn, sérstaklega lokaatriðið og samtölin. Hún er allavega tuttugu mínútum of löng. Ég bjóst við að þetta yrði einhver flókin fléttumynd en hún var frekar auðveld að fylgjast með og endirinn var augljós.
Myndin fær samt plús fyrir tæknibrellurnar sem eru samt ekkert sérstakar.
Ég held að ég myndi aldrei nenna að horfa á hana aftur.
Ef þið viljið sjá góða Nolan mynd horfið þá á The Prestige eða Dark Knight. Ef þið viljið góða DiCaprio mynd horfið þá á The Departed eða Shutter Island (báðar Scorsese myndir, hann er besti leikstjórinn)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hitch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta rómantíska gamanmyndinn
Will Smith (I, Robot, Ali) er einn af bestu leikurunum í Hollywood, með Johnny Depp. Næstu allar myndir með honum eru snilld.
Í þessari mynd leikur hann Hitch sem hjálpar karlmönnum að ná í stelpunna sem þeir elska. Kevin James (Paul Blart: Mall Cop, The King of Queens) er einn af þessu karlmönnum. Í hvert sinn sem hann kemur á skjáinn stelur hann senunni með fáránlegum hreyfingum og texta. Amber Valletta (The Spy Next Door, Transporter 2) leikur konuna sem persóna James vill ná í. Hún er fín en ekki það góð. Eva Mendes (Ghost Rider, 2 Fast 2 Furious) er mjög hæfileikarík og sýnir það í þessari mynd.
Enn og aftur verð ég að hrósa Will Smith fyrir leik sinn. Hann getur leikið í öllum gerðum mynda eins og hann er búinn að sanna.
Þetta er besta rómantíska gamanmynd sem ég hef séð. Bæði grínið og söguþráðurinn allur svínvirkar.

Quote:
Hitch: Lean in, place your hand on the small of her back, say it in her ear like a secret. But watch your hand placement, too high says, 'I just wanna be friends,' too low says, 'I just wanna grab some ass.'
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hangover
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta grínmynd 2009
The Hangover er án efa besta grínmynd 2009. Todd Phillips (Old School, Starsky & Hutch) toppaði sig með þessu meistaraverki. Algjör snilld.
Leikarahópurinn er til fyrirmyndar. Bradley Cooper (Wedding Crashers, Yes Man) er auðvitað bestur sem Phil. Ed Helms (Meet Dave, Evan Almighty) leikur Stu sem er án efa versti karakterinn. Zach Galifianakis (G-Force, Into the Wild) sér um grínið sem vitleysingurinn Alan. Justin Bartha (National Treasure myndirnar, The Rebound) leikur Doug og er fínn þótt að hann sé týnist snemma í myndinni. Heather Graham (Boogie Nights, Austin Powers: The Spy Who Shagged Me) er líka mjög góð sem stripparinn Jade.
Grínið er til fyrirmyndar og söguþráðurinn er snilld. Hló sérstaklega yfir myndasyrpunni í endanum.

Quote:
Stu Price: Don't let the beard fool you. He's a child!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilldar mynd sem allir kvikmyndaáhugamenn verða a
The Green Mile er snilldar drama mynd. Frank Darabont (The Mist, Frankenstein) leikstýrði og skrifaði handritið af þessari mynd. Hanngerði það líka í myndinni The Shawshank Redemption sem er frábær mynd.
Tom Hanks (Forrest Gump, Toy Story myndirnar) leikur aðalpersónuna Paul Edgecomb og er mjög góður (besta myndin með honum fyrir utan The Da Vinci Code). Michael Clarke Duncan (The Whole Nine Yards, The Scorpion King) leikur John Coffey. Hann er líka góður sem þetta stórfurðulega náttúruundur. Sam Rockwell (Charlie's Angels, Galaxy Quest) er furðulega góður sem hinn geðsjúki Wild Bill og Doug Hutchison (Punisher: War Zone, A Time To Kill) er fínn sem maðurinn sem allir hata Percy Wetmore.
Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Stephen King. Hann fær góðar hugmyndir en er ömurlegur rithöfundur en The Green Mile er besta bókin eftir hann.
Snilldar mynd sem allir kvikmyndaáhugamenn verða að sjá.

Quote:
Paul Edgecomb: A big man is ripping your ears off Percy. I'd do as he says.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Goonies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hef engann áhuga á að horfa á hana aftur
The Goonies kom út árið 1985, sama ár komu út Back to the Future og Police Academy 2: Their First Assignment sem eru snilldar myndir. Þessi mynd er hins vegin ofmetinn og bara ekki góð.
Steven Spielberg (E.T. the Extra-Terrestrial, Minority Report) produceaðir og leikstýrði þessari mynd svo að ég var hissa hve léleg hún var. Richard Donner (Lethal Weapon myndirnar, Superman) leikstúrði myndini líka en ég hef ekki séð neitt með honum.
Já leikararnir.... byrja á þeim eldri. Anne Ramsey (Throw Momma from the Train, For Pete's Sake) leikur mömmu Fratelli bræðrana og er fín. Joe Pantoliano (The Matrix, Bad Boys) og Robert Davi (Predator 2, Showgirls) leika Fratelli bræðurna, sem reyna að vera fyndnir en það tekst ekki alltaf. John Matuszak (Caveman, The Ice Pirates) leikur hinn stórfurðulega Sloth.
Jæja krakkarnir.... Sean Astin (The Lord of the Rings myndirnar, 50 First Dates) leikur Mikey Walsh. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans en hann varð frægastur af öllum leikurunum. Jeff Cohen og Jonathan Ke Quan (Indiana Jones and the Temple of Doom, Breathing Fire) eru eftirminnanlegastir sem Chunk og Data. Hinir krakkarnir voru ekkert spes.
Þessi mynd er ekkert til þess að hlakka til þess að horfa á og ég hef engann áhuga á að horfa á hana aftur.

Quote:
Brandon Walsh: I'm gonna hit you so hard that when you wake up your clothes will be out of style!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghostbusters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær klassík
Þessi mynd er bara klassík. Kom út árið 1984, sem er sama ár sem gullmolarnir Indiana Jones and the Temple of Doom og Police Academy komu út.
Snillingurinn Bill Murray (Lost in Translation, Tootsie) er bestur hér sem einn af bestu kvikmyndapersónum kvikmyndasögunnar Dr. Peter Venkman, hinn ávallt fyndni Dan Aykroyd (The Blues Brothers myndirnar, 50 First Dates) leikur Dr. Raymond Stantz ,Harold Ramis (Love Affair, Baby Boom) leikur Dr. Egon Spengler og Ernie Hudson (Shark Attack, Mr. Magoo) leika Ghostbusterana og gera það snilldarlega. Sigourney Weaver (Alien, Working Girl) leikur aðalkonuna Dana Barrett og Rick Moranis (Spaceballs, Little Shop of Horrors) leikur hinn pirrandi Louis Tully.
Ivan Reitman (Junior, My Super Ex-Girlfriend) leikstýrir þessari mynd og er þetta besta myndin hans. Aykroyd og Ramis skrifiðu handritið af þessari mynd sem er rosalegt miðað við hinar sem þeir hafa skrifað.
Þetta er frábær Sci-Fi grín mynd sem allir ætta að sjá.

Quote:
Dr. Peter Venkman: We came, we saw, we kicked its ass!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ofmetinn
Þetta er nú fín mynd sem mér finnst mjög ofmetinn.
Tom Hanks (The Green Mile, Angels and Demons) er mjög hæfileikaríkur og sýnir það sem Forrest Gump, þó að mér finnst hann ekki jafn góður og allir segja. Robin Wright Penn (Nine Lives, Beowulf) leikur Jenny Curran sem mér finnst bara leiðinleg og pirrandi karakter. Gary Sinise ( Apollo 13, George Wallace) leikur Lt. Dan Taylor sem ég bara hata, hann er svo leiðinlegur.
Sögðuþráðurinn er fínn, gaman að sjá Forrset taka þátt í sögulegum hlutum. Þetta er bæði drama og grínmynd sem virkar mjög vel.
Robert Zemeckis (Back to the Future myndirnar, Who Framed Roger Rabbit) leikstýrir mjög vel þó hann hefur gert miklu betur.
Ágæt mynd sem ég get alveg mælt með.

Quote:
Forrest Gump: My momma always said, "Life was like a box of chocolates. You never know what you're gonna get."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ömurleg mynd
Þetta er nú bara ömurleg mynd.Skil ekki af hverju öllum vinnst hún góð.
Edward Norton (American History X, The Incredible Hulk) er nú bara lélegur leikari. Hann leikur nafnlausa aðalpersónuna sem er svo leiðinlegur að það er grátlegt. Brad Pitt (Mr. & Mrs. Smith, The Curious Case of Benjamin Button)er nú besti leikarinn í myndinni en er samt mjög pirrandi sem Tyler Durden. Helena Bonham Carter (Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street, Alice in Wonderland) er nú mjög disturbing karakter sem hefði mátt sleppa fyrir einhverja aðra.
Handritið er mjög slappt fyrir utan kannski twistið í endanum en það hjálpar ekki neitt.
Aldrei horfa á þessa mynd.

Quote:
Richard Chesler: Is that your blood?
Narrator: Some of it, yeah.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta jólamynd sem ég hef séð
Þetta er besta jólamynd sem ég hef séð. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að þetta væri of barnaleg mynd svo að ég var ekkert það spenntur að horfa á hana. En þetta er bara snilld.
Will Ferrell (Anchorman, Talladega Nights) er nú þekktur fyrir að gera sig að fífli og hann breytir því ekki í þessari mynd. Hann leikur hinn heimska og ofvirka Buddy... sem heldur að hann sé álfur. Af hverju? Af því að hann ólst upp hjá jólasveininum. Edward Asner (The Animal, Up) leikur jólasveininn en leikur hann ekki jafn jolly og jólasveininn er oftast.
James Caan (The Godfather, Bulletproof)leikur pabba Buddys og leikar hann mjög vel.
Jon Favreau (Iron Man myndirnar, Couples Retreat) leikstýir þessari mynd með prýði. Þetta er æðisleg mynd sem öll jólabörn verða að sjá (að mynsta kosti einu sinni).

Quote:
Buddy: Wow, you're fast. I'm glad I caught up to you. I waited 5 hours for you. Why is your coat so big? So, good news - I saw a dog today. Have you seen a dog? You probably have. How was school? Was it fun? Did you get a lot of homework? Huh? Do you have any friends? Do you have a best friend? Does he have a big coat, too?...
Michael: - Go away !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eagle Eye
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágæt svo sem
Ég ætlaði ekkert að horfa á þessa mynd en vinur minn sagði að hún væri góð svo að ég horfði á hana plús það að Seven Spielberg (Back to the Future myndirnar, Schindler's List) produceaði myndina sem lofaði góðu. Þvílík vonbrigði. Þetta er nú bara misheppnuð hasarmynd og dálítið langsótt.
Shia LaBeouf (Transformers myndirnar, Disturbia) er nú ekkert það góður leikari og sannar það í þessari mynd. Hann leikur Jerry Shaw sem er mjög pirrandi karakter og er öfundsjúkur út í tvíburabróður sinn. Michelle Monaghan (The Heartbreak Kid, Mission: Impossible III) var verri en Shia sem leikur Rachel Holloman sem er meira pirrandi en Shaw. Það sem er nú best við myndina er Billy Bob Thornton (Mr. Woodcock, Bad Santa) sem leikur FBI gaurinn Thomas Morgan.
Svona ágæt mynd en ekkert til þess að hlakka til þess að horfa á.

Quote:
Jerry Shaw: You had sex with her yet?
Jerry's friend: Kinda...
Jerry Shaw: What the hell is "kinda"?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lucky Number Slevin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær hasarmynd
Þetta er nú bara frábær hasarmynd. Handritið er snilld og gaman að sjá hversu allt passar einmitt saman.
Josh Hartnett (Pearl Harbor, 30 Days of Night) leikur Slevin Kelevra og er mjög góður sem þessi hressi karakter. Bruce Willis (Die Hard, Sin City) leikur Goodkat sem er nú eins og flestir karakterar Willis, kúl ,hard core gaurar. Morgan Freeman (Seven, The Bucket List) leikur Stjórann og Sir Ben Kingsley (Gandhi , War, Inc.) leikur Rabbínann. Þeir eru óvinir og ráða báðir Sleven til að vinna sérstök verk. Þeir eru báðir mjög góðir, Morgan Freeman er líka alltaf góður.
Lucy Liu (Charlie's Angels, Kung Fu Panda) er nú eina konan í myndinni (nema kannski fyrir utan fyrrverandi Slevens sem kom í 30 sek.). Hún er góð sem bara venjuleg kona, ekki svona kung fu bardagakappi.

Quote

Sloe: Hey, look! Tell it to the one-legged man, so he can bump it off down the road.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie and the Chocolate Factory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meira ruglið
Þetta er nú meira ruglið.... það er frábært.
Tim Burton (Alice in Wonderland, The Nightmare Before Christmas) er nú algjör snillingur og allar myndir hans eru ruglaðar en frábærar. Sérstaklega þær með Johnny Depp (Sleepy Hollow, Finding Neverland). Í þessari mynd leikur Johnny hinn furðulega og snar brjálaða og creepy Willy Wonka. Hann er fullkominn í hlutverkið, gefur honum meiri persónutöfra.
Freddie Highmore (The Spiderwick Chronicles, August Rush) leikur Charlie Bucket og er nú alveg ágætur, hefði getað verið betri og það sama á við hina krakkana nema Jordan Fry sem leikur Mike Teavee fullkomlega pirrandi eins og hann á að vera.
Christopher Lee (The Man with the Golden Gun, The Lord of the Rings myndirnar) er líka frábær sem Dr. Wilbur Wonka.
Mjög góð (og furðuleg) fjölskyldumynd

Quote:
Willy Wonka: I'm sorry, I was having a flashback.
Mr. Salt: I see.
Mr. Teavee: These flashbacks happen often?
Willy Wonka: Increasingly... today.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Da Vinci Code
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Enginn vonbrigði
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar ég sá þessa mynd. Hún er jafn góð og bókinn og líka jafn góð og næsta mynd, Angels and Demons.
Tom Hanks (Apollo 13, Forrest Gump) alveg rosalegur sem Robert Langdon, mér finnst þetta og The Green Mile, besta myndin með honum. HAnn lék mjög vel og ég trúði honum alveg sem táknfræðingi.
Audrey Tautou (Amélie, Coco Before Chanel) var líka góð þó hún lék mjög alvarlega persónu.
Sir Ian McKellen (The Lord of the Rings myndirnar, X-men myndinar) er nú bestur í myndinni sem hinn káti Sir Leigh Teabing. Öll bestu atriðin eru með honum.
Paul Bettany (Master and Commander: The Far Side of the World, Wimbledon) leikur hinn mjög creepy Silas sem er nú eiginlega svo skrýtinn karakter að ég veit ekki hvað á að segja. Jean Reno (The Pink Panther, Godzilla) og Alfred Molina (Spider-Man 2, Chocolat) voru líka fínir sem Bezu Fache og Bishop Aringarosa.
Ron Howard (A Beautiful Mind, Splash) leikstýrir myndinni mjög vel og tónlistin er líka furðulega góð eftir Hans Zimmer (The Dark Knight, Pirates of the Caribbean).

Quote:
Sir Leigh Teabing: If it's that important to stop us, you'll have to shoot us. You can start with him.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dark Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta myndin sem kom 2008
Þessi mynd er bara toppurinn. Besta myndin sem kom út 2008. Christopher Nolan (The Prestige, Memento) er snillingur, einn af bestum leikstjórum í heimi. Batman Begins var bara nú ekkert það góð, skrýtið hvað önnur mynd með sama fólki getur orðið góð.
Christian Bale (3:10 to Yuma, Public Enemies) leikur Batman/ Bruce Wayne, en er miklu betri sem Bruce Wayne, er mjög ýktur sem Batman. Heath Ledger (Brokeback Mountain, 10 Things I Hate About You) er snillingur sem Jókerinn, sem mér finnst besti villaininn í kvikmyndasögunni. Aaron Eckhart (The Core, Thank You for Smoking) er góður sem Harvey Dent / Two-Face þó að hann var dálítið lengi á skjánum.
Gary Oldman ( Dracula, JFK) er mjög góður sem Gordon, næst besti leikarinn í myndinni á eftir Ledger. Maggie Gyllenhaal (World Trade Center, Secretary) tekur við af Katie Holmes (Mad Money, Abandon) sem Rachel Dawes en er samt ekki jafn góð.
Michael Caine (Harry Brown, Alfie) og Morgan Freeman (The Bucket List, Seven) er báðir frábærir sem Alfred og Lucius Fox þótt að þeir séu bara aukaleikarar.
Þessi mynd er full af frábærum hasaratriðum og söguðþáðurinn er frábær. Þegar maður heldur að myndin sé að verða búinn gerist eitthvað risastórt sem gerir myndina muklu betri.

Quote:
The Joker: A little fight in you. I like that.
Batman: Then you're going to love me.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie's Angels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kemur á óvart
Það kom mér mjög á óvart hversu góð hún var. Þetta er mjög góð mynd sem enginn ætti að missa af.
Drew Barrymore (50 First Dates, The Wedding Singer) er mjög góð sem hin fyndna og klaufalega Dylan Sanders. Cameron Diaz (Shrek myndirnar, There's Something About Mary) er nú ekkert það góð sem hin pirrandi Natalie Cook. Lucy Liu (Shanghai Noon, Chicago) leikur hina hard-core Alex Munday.
En sá sem sér um grínið í myndinni er Bill Murray (Ghostbusters myndirnar, Groundhog Day) sem leikur Bosley. Sam Rockwell (The Green Mile, Galaxy Quest) leikur Eric Knox sem er einfaldlega mjög creepy gaur.

Quote:
Bosley: And I had a really long talk with a squirrel one time, longer in fact than I can with most people.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reykjavík-Rotterdam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eini alvöru íslenski spennutryllirinn
Jóhannes, Magnús og Líf myndirnar finnst mér bestu íslensku myndirnar og nú bætist Reykjavík-Rotterdam við.
Baltasar Kormákur (101 Reykjavík, Djöflaeyjan) sýnir nú hæfileika sýna sem smyglarinn Kristófer. Rosalega vel leikið hjá honum. Ingvar E. (Mýrin, Stóra planið) er nú allveg ágætur, mér hefur alltaf fundist hann dálítið lélegur. En Jóhannes Haukur (Bjarnfreðarson, Ríkið) sem er eiginlegur alltaf lélegur er mjög góður sem glæpamaðurinn Eiríkur.
Besti aukaleikarinn er Ólafur Darri Ólafsson (Kóngavegur, Brúðguminn) sem er alltaf góður.
Óskar Jónasson (Perlur og svín, Sódóma Reykjavík) leikstýrir mjög vel og skrifaði líka handritið með Arnaldi Indriðasyni (bækur: Mýrin, Harðskafi)
Ein besta íslenska mynd sem ég hef séð og örugglega eini alvöru íslenski spennutryllirinn.

Quote:
Fucking Icelanders.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: At Worlds End
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jack Sparrow er alltaf jafn fyndinn
Þriðja Pirates myndinn og sú næst besta, fyrsta best.
Það sem gerir þessar myndir svona góðar er einfaldlega Jack Sparrow. Þetta er ein besta kvikmyndaperóna sem hefur verið til. Bókstaflega allt sem þessi maður gerir er fyndið, hvernig hann labbar, talar eða berst þá er þetta allt snilld. Jhonny Depp (Edward Scissorhands, Public Enemies) er nú líka einn hæfileikaríkasti leikari Hollywoods núna.
Orlando Bloom (The Lord of the Rings myndirnar, Troy) og Keira Knightley (Love Actually, The Duchess) snúa aftur sem Will Turner og Elizabeth Swann. Þau voru samt frekar leiðinleg í þessari mynd. Bill Nighy (Shaun of the Dead, Hot Fuzz) kemur sem hinn óhugnarlegi Davy Jones sem er bara fín persóna.
En það besta við myndina, fyrir utan Jack Sparrow, var það að Geoffrey Rush (Munich, Elizabeth: The Golden Age) kemur aftur sem Hector Barbossa. Það var það sem vantaði í Dead Man's Chest. Það er nú fátt fyndnara en samskipti hans við Jack.
Þetta er nú bara góð mynd sem að allir verða að sjá.

Quote:
Jack Sparrow: Can't spot it. Must be a tiny thing hiding somewhere behind the Pearl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman and Robin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágæt, ekki ömurleg
Ég er nú örugglega sá eini sem finnst þetta ekki ömurleg mynd. Þó að sé ekkert vit í henni og leikurinn er mjög ýktur finnst mér hún alveg ágæt.
George Clooney (Ocean's Eleven, O Brother, Where Art Thou?) tekur við af Val Kilmer (The Doors, Top Secret!) sem Batman/ Bruce Wayne og er miklu betri, en ýktari. Chris O'Donnell (Max Payne, The Sisters) kemur aftur sem Robin, því miður. Arnold Schwarzenegger (Junior, The Terminator) leikur Mr. Freeze eða Hr. Frosta eins og það er á íslenku. Hann er ekki beint lélegur, bara svo ýktu að það er fyndið. Hin lélega Uma Thurman (Kill Bill myndirnar, Pulp Fiction) leikur Poison Ivy, Brennimjólk, og er bara léleg.
Það sem einkennir Batman myndir Joel Schumacher (A Time to Kill, 8mm) eru góðir leikarar en lélegt handrit.
Þessi mynd er ágæt, þriðja versta myndinn.

Quote:
Mr. Freeze: If I must suffer, humanity will suffer with me.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bucket List
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Betri en maður heldur
Ég bjóst ekki það miklu þegar ég ákvað að horfa á hana á Stöð 2 Bíó. En hún er snilld. Ég meina, hvað er ekki gott við hana... tvær gamlir kallar sem eru að fara að deyja... fara til annara landa... að gera hluti sem þeir hafa alltaf langað að gera.
Frábæru leikararnir Jack Nicholson (Batman, The Shining) og Morgan Freeman (The Shawshank Redemption, Deep Impact) leika þessa tvo dauðvona kalla.
Þetta er nú meiri dramamynd þó að grínið er aldrei langt í burtu.

Quote:
Thomas: I'm proud of you.
Edward Cole: Nobody cares what you think.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta Jim Carrey myndinn
Þessi mynd og The Cable Guy eru bestu myndirnar með Jim Carrey (Ace Ventura myndirnar, Liar Liar). Hann er einhvernveigin alltaf svo ýktur að það er fyndið. Í þessari mynd leikur hann Bruce Nolan sem er frekar venjulegur, ekki eins og Ace Ventura eða Chip úr The Cable Guy.
Myndinn er leikstýrð af Tom Shadyac sem leikstýrði líka Liar Liar og Ace Ventura: Pet Detective.
Jennifer Aniston (Friends, The Break-Up) er fín sem kærasta hans, Grace Connelly. Steve Carelj (The 40-Year-Old Virgin, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy) finnst mér vera ömurlegur leikari og leikur því oftast ömurlegar persónur eins og Evan Baxter (sem er aðalpersónan í framhaldinu Evan Almighty).
En svo er það snillingurinn Morgan Freeman (The Bucket List, Seven) sem er hér bókstaflega á toppnum sem Guð.
Þetta er frábær grínmynd sem að allir ættu að sjá.

Quote:
Bruce: B-E-A-utiful.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Forever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Versta Batman myndinn
Þetta er versta Batman myndinn! Joel Schumacher (Phone Booth, The Number 23) eyðilagði næstum því alla seríuna. Tim Burton (Mars Attacks!, Charlie and the Chocolate factory) byrjaði mjög vel með Batman og Batman Returns en Christopher Nolan (Memento, The Prestige) bjargaði öllu með Batman Begins og The Dark Knight.
Val Kilmer (The Doord, Kiss kiss bang bang) leikur Batman/ Bruce Wayne og er að mínu mati sá versti. Hin hæfileikaríka Nicole Kidman (Australia, Bewitched) leikur Dr. Chase Meridian sem er reyndar bara léleg persóna. Það sem eyðilagði myndinna verst var að láta Chris O'Donnell leika Robin, hann var bara hræðilegur. Tommy Lee Jones er góður sem Two-Face (sem var allt of lítið af skjánum) en Jim Carrey sem mér finnst venjulega góður var hörmulegur sem The Riddler, ALLT of ýktur.
Handritið er bara lélegt og það er búið að breyta Gotham, ekki jafn dark og áhugaverð eins og í Tim Burton myndunum.
Án efa verst.

Quote:
Two-Face: Why can't you just die?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Næst besta Batman myndinn
Þessi fyrsta Batman mynd (tel ekki þessa frá 1966 með) er sú næst besta, The Dark Knight er einfaldlega best.
Þessi mynd er leikstýrð af Tim Burton (Mars Attacks!, Edward Scissorhands) svo að hún á að vera svolítið dark.
Michael Keaton (Beetlejuice, Jackie Brown) leikur Batman/Bruce Wayne og mér finnst hann besti Batmaninn.
Jack Nicholson (One Flew Over the Cuckoo's Nest, The Bucket List) leikur hinn kolbrjálaða Jóker og leikur hann snilldarlega.
Kim Basinger (Never Say Never Again, L.A. Confidential) leikur Vicki Vale, sem er blaðaljósmyndari.
Danny Elfman samdi tónlistina. Hann hefur líka gert tónlistina fyrir aðrar Tim Burton myndir eins og Charlie and the Chocolate Factory og Big Fish.

Quote:
Joker: You can call me... Joker. And as you can see, I'm a lot happier.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Back to the Future Part III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sú þriðja verst
Mér finnst þessi þriðja og síðasta Back to the future mynd verst. Hinar tvær eru mikklu fyndnari og flottari. Þessi mynd gerist í villtra vestrinu árið 1885 sem mér fannst ekkert það góð hugmynd en þetta kom bara ágætlega út.
Michael J. Fox (Teen Wolf, Mars Attacks!) leikur Marty McFly og Christopher Lloyd (Who Framed Roger Rabbit, Addams Family Values) leikur hinn ávalt fyndna Doc.
Þótt að þessi mynd olli mér smá vonbrigðum (mér sérstaklega illa við endinn) er hún mikilvægur lokakafli sem maður verður að sjá.

Quote:
Marty McFly: Hey, Doc! Where you goin' now? Back to the future?
Doc: Nope. Already been there.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Back to the Future
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alltaf jafn góð
Þetta er ein af þessum myndum sem er alltaf góð. Í stuttu máli fjallar hún um Marty McFly sem fer aftur í tímann. Marty er leikinn af Michael J. Fox (Stuart Little myndirnar, Mars Attacks!) sem lék hann mjög vel. En fyndnast karakterinn , Doc er leikinn af snillinginum Christopher Lloyd (Who Framed Roger Rabbit, My Favorite Martian)
Steven Spielberg (Jurassic Park myndirnar, Saving Private Ryan) producear myndina svo það er nóg ástæða til þess að sjá hana, allt sem að þessi maður kemur að verður snilld. Svo eyðileggur það ekki að söguþráðurinn er snilld sama þótt hversu furðulega það hljómar að ferðast aftur í tímann í DeLorean.
Snilldarmynd sem allir ættu að sjá.

Quote:
Marty : Wait a minute, Doc. Ah... Are you telling me that you built a time machine... out of a DeLorean?
Dr. Brown: The way I see it, if you're gonna build a time machine into a car, why not do it with some style?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær hasar/grínmynd
Will Smith (I, Robot, Man In Black) og Martin Lawrence (Big Momma's House myndirnar, Wild Hogs) snúa hér aftur sem Marcus Burnett og Mike Lowery. Þessi mynd er fyndnari, hraðari, ofbeldisfyllri og á alla staði betri en sú fyrri.
Michael Bay (Pearl Harbor, Transformers myndirnar) gerði þessa snilld. Hann gerði líka The Rock sem er besta spennu/hasarmyndinn sem ég hef séð.
Þetta er frábær hasar/grínmynd semég get horft á aftur og aftur.

Quote:
Marcus Burnett: That was reckless, that was stupid, and that was dangerous. I'm telling mommy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Aladdin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta Disney teiknimyndinn
Aladdin er besta Disney teiknimyndinn. Bæði vel teiknuð og fyndinn. Hún er mjög vel talsett, bæði á íslensku og á ensku. Robin Williams (Flubber, Good Will Hunting) er frábær sem Andinn og Laddi (Jóhannes, Magnús) gefur honum ekkert eftir. Jonathan Freeman er ágætur sem Jafar á ensku en Arnar Jónsson (Útlaginn, María) er bara snillingur sem Jafar á íslensku.
Og auðvitað eins og í öllum góðum Disney teiknimyndum eru fullt af skemmtilegum lögum eins og klassíska lagið A Whole New World. Þessi mynd verður aldrei leyðinleg sama hversu oft þú horfir á hana.

Quote:
Andinn Oi! Ten thousand years will give you such a crick in the neck.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Angels and Demons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jafn góð og The DaVinci Code
Angels and Demons er framhald af The DaVinci Code (þó að hún á að gerast á undan). The DaVinci Code var nú bara snilld og Angels and Demons er jafn góð.
Ron Howard (Frost/Nixon, Apollo 13) leikstýrði báðum myndunum og Tom Hanks (Forrest Gump, Toy Story myndirnar) snýr aftur sem táknfræðingurinn Robert Langdon. Hann leikur rosalega vel og er hann eitt það besta við myndinna. Ewan McGregor (Star Wars Episode I-III, I love you Phillip Morris) er fínn sem Camerlengo Patrick McKenna en Ayelet Zurer (Munich, Fugitive Pieces) var ekki góð sem Vittoria Vetra.
Söguþráðurinn er mjög gáður og fráðlegur sem gerir Angels and Demons að toppmynd.

Quote:
Camerlengo Patrick McKenna: But who is more ignorant: the man who cannot define lightning, or the man who does not respect its natural awesome power?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wayne's World 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrri=Ágæt, Seinni=Geðveik
Fyrsta myndinn um Wayne Campbell var ágæt, ekki það góð en samt fín (sketsarnir úr SNL voru aldrei það góðir). Ég bjóst því ekki við miklu af seinni myndinni en það kom í ljó að hún er geðveik.
Mike Myers (Austin Powers myndirnar, Shrek myndirnar) og Dana Carvey (Little Nicky, This Is Spinal Tap) leika þá barnalegu Wayne og Garth.
Kim Basinger (Never Say Never, Batman Forever), Christopher Walken (Wedding Crashers, Click), Chris Farley (Tommy Boy, Black Sheep) og fleiri eru aukaleikarar og Rip Taylor, Aerosmith, Heather Locklear og Jay Leno koma fram í myndinni sem þau sjálf.

Quote:
Wayne: Who are you?
Jim Morrison: I'm Jim Morrison.
Wayne: And who's he?
Jim Morrison: A weird naked indian.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Night at the Museum 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hræðilegt framhald
Þó að fyrri myndinn hafi verið fín var þessi bara hræðilega léleg. Ég var að fara í bíó og gat annað hvort farið á Angels and Demons eða þessa mynd. Ég vildi frekar horfa á eitthvað sem lét mig hlæja svo að ég valdi þessa. Það voru stór mistök. Þessi mynd er alls ekki fyndinn fyrir utan einn Hank Azaria sem var það eina sem hélt myndinni uppi.
Það sem drap þessa mynd eiginlega var Amy Adams (Enchanted, Julie & Julia) sem lék bara ömurlega Ameliu Earhart. Hún var samt ekki sú eina sem lék lélega, Owen Wilson (Wedding Crashers, Starsky & Hutch) og Steve Coogan (Tropic Thunder, Around the World in 80 Days) léku mjög ýkt. Ben Stiller (Along Came Polly, Meet the Fockers) var mjög lélegur sem aðalpersónan Larry.
Ef ykkur fannst fyrsta myndin góð ekki horfa æa þessa, hún mun eyðilegga hana fyrir ykkur.

Quote:
General George Armstrong Custer: We're Americans, we don't plan, we do!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kung Fu Panda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta teiknimynd sem ég hef séð
Án efa besta teiknimynd sem ég hef séð. Og hún er ekki Pixar heldur DreamWorks, það kemur á óvart.
Í myndinni talar Jack Black (Tenacious D in The Pick of Destiny, School of Rock) fyrir pöndunna Po. Ég get bara sagt að hann var fullkominn í hlutverkið. Dustin Hoffman (Rain Man, Kramer vs. Kramer) var líka góður sem Master Shifu.
Angelina Jolie (Wanted, Mr. & Mrs. Smith), Lucy Liu (Charlie's Angels, Kill Bill), Seth Rogen (Knocked Up, Funny People), Jackie Chan (Rush Hour myndirnar, New Police Story), David Cross (Scary Movie 2, Alvin and The Chipmunks) og Ian McShan (Hot Rode, Death Race ) tala líka inn á.
Söguþráðurinn er bara snilld og bardagaatriðið í endanum var snilld. Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.

Quote:
Oogway: There is a saying: yesterday is history, tomorrow is a mystery, but today is a gift. That is why it is called the "present."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Austin Powers: International Man of Mystery
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Versta Austin Powers myndinn
Fyrsta Austin Powers myndinn... og sú versta. Ég sá fyrst The Spy Who Shagged Me sem mér fannst snilld. Svo sá ég Goldmember sem mér fannst jafnvel betri. Ef ég hefði séð International Man of Mystery fyrst hefði ég ekki verið jafn spenntur yfir hinum. Alls ekki jafn fyndnar og hinar og flestir brandara of langdregnir.
Mike Myers (The Love Guru, Wayne's World myndirnar) lék Austin Powers ekkert það vel... frekar eins og að hann væri að hita upp fyrir hinar myndirnar. Elizabeth Hurley (EDtv, Serving Sara) lék hræðilega. Bara hræðilega. Og persóna hennar Vanessa Kensington var bara leiðinleg persóna. Hún var eitt versta við myndinna.
Dr. Evil er samt alltaf jafn skemmtilegur og það besta við myndinna.

Quote:
Dr. Evil: Ladies and gentlemen, welcome to my underground lair. I have gathered here before me the world's deadliest assassins, and yet each of you has failed to kill Austin Powers. That makes me angry. And when Dr. Evil gets angry, Mr. Bigglesworth gets upset. And when Mr. Bigglesworth gets upset... people DIE!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki góð mynd
Þetta er ekki það góð mynd. Þetta er svo sem allt í lagi söguþráður en það klúðraðist bara eitthvað. Það gæti verið ýktur leikur Bruce Willis (Pulp Fiction, 12 Monkeys) þar sem hann reynir að leika hardcore lögreglumann McClane. Hann er bara ekki góður leikari.
Ég get samt sagt eitt gott um myndinna... og það er Alan Rickman (Harry Potter myndirnar, Dogma). Það er góður leikari, þótt að hann leikur líka ýkt þá kemst hann upp með það. Hann leikur hryðjuverkamanninn Hans Gruber.
Það sem er líka gott við myndinna er setningin....

Quote:
Hans Gruber: "Yippie-ki-yay, motherfucker."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Prestige
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég man að fyrsta myndin sem ég sá sem Christopher Nolan (The Dark Knight, Memento) leikstýrði og skrifaði var Batman Begins. Ég var spenntur yfir því að Batman væri að koma aftur en vissi ekki við hverju mátti búast. Þegar ég sá hana varð ég ekki fyrir vonbrigðum en mér fannst hún ekkert sérstök. En þegar ég sá The Dark Knight fattaði ég að hann var snillingur. Þessvegna ákvað ég að horfa á The Prestige þegar hún var sýnd í sjónvarpinu. Og VÁ..... bara VÁ!!!
Þessi mynd er snillld.
Christian Bale (Public Enemies, The Dark Knight) var frekar lélegur. Hann leikur töframanninn Alfred Borden sem var líka dálítið légleg persóna. En eitt það besta við myndina var Hugh Jackman (X-man, Australia). Hann var bara frábær sem töframaðurinn Robert Angier.
Maðal aukaleikara eru Michael Caine (Austin Powers in Goldmember, Batman Begins), Scarlett Johansson (Lost in Translation, Iron Man 2), Andy Serkis (The Lord of the Rings myndirnar, King Kong) og David Bowie (Labyrinth, Zoolander) sem Tesla.

Quote:
Alfred Borden: Never show anyone. They'll beg you and they'll flatter you for the secret, but as soon as you give it up... you'll be nothing to them.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Naked Gun: From the Files of Police Squad!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyndnasta mynd heims
Þessi mynd er fyndnasta mynd sem ég hef séð. Svo einfallt er það. Skrifuð og leikstýrð af snillingunum Zucker, Abraham Zucker (Airplane, Hot Shots myndirnar). Með þeirra einstaka húmor gerðu þeir þetta meistaraverk. Ekki skrýtið að það voru gerðar tvær aðrar myndir. Þeir gátu ekki fundið bbetri leikara í myndina en Leslie Nielsen (Airplane, Scary movie 3 og 4).
Myndin var byggð á þáttum sem hétu Police Squad! (sem Leslie Nielsen lék líka í).

Quote:
Nordberg: Drugs... drugs...
Frank: Nurse! Get this man some drugs! Can't you see he's in pain?
Nordberg: No... no... Heroin, Frank! Heroin...
Frank: Uh... that's a pretty tall order, Nordberg. You'll have to give me a couple of days on that one.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Friends
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
(Næst) Bestu þættir í heimi
Þessir þættir eru snilld. Ég elska þá. Þeir eru alltaf jafn góðir, sama hve oft maður hefur séð þá.
David Schwimmer (Big Nothing, Madagascar) leikur Dr. Ross Eustace Geller sem er steingerfingafræðingur. Hann er bróðir Monicu og var í háskóla með Chandler. Hann er búinn að vera giftur þrisvar (Carol, Emily og Rachel) og á tvö börn (Ben með Carol og Emma með Rachel).
Lisa Kudrow (P.S. I Love You, Hotel for Dogs) leikur Phoebe Buffay. Hún er grænmetisæta og trúir á yfirnáttúruleg öfl. Hún á tvíburasystir (Ursula) mamma hennar framdi sjálfsmorð þegar hún var lítill og pabbinn stakk af. Hún á hálfbróður (Frank) og hún gekk með þríburana hans. Hún girftist Mike Hannigan. Hún var nuddkona og söngkona.
Matt LeBlanc (Charlie's Angels, Joey) leikur Joseph Francis Tribbiani, Jr. Hann er ítalskur-bandarískur frá Queens og á sjö systur. Hann er besti vinur Chandlers og var herbergisfélagi hans. Hann hefur aldrei verið í giftur og á enginn börn. Hann var leikari.
Jennifer Aniston (Bruce Almighty, The Breeak-Up) leikur Rachel Karen Green. Hún á tvær systur og var í on/off sambandi með Ross, giftist honum meðal annars. Hún vann fyrir tískufyrirtæki.
Courteney Cox-Arquette (Ace Ventura: Pet Detective, Scream) leikur Monica Elizabeth Geller. Hún er systir Ross og giftist Chandler. Hún var kokkur.
Matthew Perry (17 Again, Birds of America) leikur Chandler Muriel Bing sem er er besti vinur Joey og eiginmaður Monicu. Hann vann við auglisýngar. Hann er uppáhalds karakterinn minn.
Þetta eru snilldar þættir sem allir ættu að sjá

Quote:
Chandler: All right, look if you absolutely have to tell her the truth, at least wait until the timing's right. And that's what deathbeds are for.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Punisher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágæt hasarmynd
Jájá, þetta er ágæt hasarmynd. Bjóst nú við meiru (þegar ég keypti hana í Kúlunni á 500 kall). Get nú ekki mikið sagt nema að hún var of lengi að byrja og langdreginn í miðjunni. Það versta voru mjög pirrandi nágrannar sem voru allt of lengi á skjánum.
Thomas Jane (Face/Off, The Mist) var fínn í hlutverkinu sem Frank Castle eða ''The Punisher'' og John Travolta (Wild Hogs, Face/Off) fannst mér góður sem vondi kallinn, Howard Saint.
Bara fín mynd, mæli allavega ekki á móti henni.

Quote:
Howard Saint: Your mother's gone.
John Saint: What?
Howard Saint: She took the train.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hrein Snilld
Þetta er uppáhalds spennu/hasarmyndin mín. Önnur mynd Michael Bay ( Bad Boys myndirnar, Transformers myndirnar) og hans besta. Í myndinni leika Nicolas Cage (National Treasure myndirar, Ghost Rider) kemur á óvart sem hinn óöruggi Stanley Goodspeed. Sean Connery (Dr. No, Goldfinger) leikur Mason sem er mjög hardcore maður sem var í fangelsi. Ed Harris (Apollo 13, The Truman Show) var mjög slappur sem hryðjuverkamaðurinn Hummel.
Þessi mynd er bara góð

Quote:
Mason: I'm fed up saving your ass. I'm amazed you ever got past puberty.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Edward Scissorhands
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tim Burton + Johnny Depp= Snilld
Tim Burton (Batman, Mars Attack) er snillingur.Þetta er besta Tim Burton mynd sem ég hef séð. Þetta er líka fyrsta myndinn þar sem hann og Johnny Depp (Pirates of the Caribbean myndirnar, Public Enemies) vinna saman.
Myndinn fjallar um Edward (Johnny Depp) sem sem var skapaður af vísindamanni ( Vincent Price). Vísindamaðurinn deyr áður en hann nær að klára Edward svo að hann situr uppi með skæri í staðinn fyrir hendur.
Þetta er mjög skemmtileg drama/grínmynd semætti að höfða til allra.

Quote:
Bill: So Edward, did you have a productive day?
Edward: Mrs Monroe showed me where the salon's going to be. You could have a cosmetics counter.
Peg Boggs: Oh, wouldn't that be great!
Bill: Great.
Edward: And then she showed me the back room where she took all of her clothes off.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ömurleg mynd
Bara ömurleg mynd . Skil ekki af hverju öllum finnst hún góð. Bæði langdreginn og hræðilega leikinn (Uma Thurman (BAtman & Robin, Gattaca) er ömurleg leikkona). Þetta er eina Quentin Tarantino ( Reservoir Dogs, Death Proof) myndinn sem ég hef séð svo ég vill ekki dæma hann sem leikstjóra áður en ég sé allavega Inglourious Basterds eða Pulp Fiction.

Quote:
Budd: That woman deserves her revenge and we deserve to die
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei