Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Perfect Stranger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki sagt að þessi sagt að þessi mynd hafi verið upp á marga fiska. Hún fjallar um konu sem fréttir að vinkona hennar sé dáinn. Hún hefur sínar grunnsemdir um hver gæti hafa myrt vinkonu sína og fer að reyna að hafa uppi á morðingjanum. Þetta er auðvitað stórhættulegt, en þegar upp er staðið er ekki allt sem sýnist. Myndinn byrjar ágættlega en þegar upp er staðið er hún ekkert sérstök. Það koma svona fínir sprettir inn á milli en í heild sinni get ég ekki mætl með henni. Það eru fínir leikarar í myndinni og allt það en það er bara eithvað sem vantar, t.d hefði ég vilja sjá myndina enda betur. En þó að ég gefi þessari mynd ekki nema eina stjöru er ekki þar með sagt að hún sé einhver hryllingur heldur er það kanski vegna þess að ég er bara búinn að sjá svo margar góðar spennu myndir að undaförnu að ég bjóst við meiru. En eins og ég segi get ég engan veginn mælt með myndinni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þetta er ekkert mál
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki mikið sem hægt er að segja um þessa mynd, bara svona típýsk íslensk heimildarmynd. Þessi mynd er alveg ágæt og ég skemti mér ágætlega við að horfa á hana. Ég er í rauninni hlutlaus hvort ég mæli með myndinni en ef maður er í stuði og í góðu skapi gæti hún virkað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nói albínói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var hreint út sagt mjög slöpp. Ég skil einfaldlega ekki þessa dóma hér fyrir ofan þrjár og þrjá og hálf stjarna. Jú kanski er það vegna þess að myndinn er íslensk, en ef þessi mynd hefði verið búinn til í Hollywood hefði kanski hæsta einkunnin verið ein stjarna. Ég gef myndini eina stjörnu fyrir húmor og hálfa af því hún er íslensk. Eins og flestar íslenskar myndir sem ég hef séð var endirinn versti parturinn, það er eins og íslenskir leikstjórar kunni ekki að enda myndirnar. Einu íslensku myndirnar sem ég gæti hugasð mér að horfa á eru íslesku heimildarmyndirnar, það eru einu myndirnar sem eithvað vit er í. En ég hef ekki enþá séð íslenska mynd með alvöru endi. En þessi mynd um hann Nóa Albinóa var ekki góð og ég get bara ekki mætl með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Order of the Phoenix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var lang versta Harry potter myndinn og á því lyggur enginn vafi. Gæði myndarinnar, miða við hinar Potter myndirnar, eru léleg. Ég hef lesið bókina og ég verð að segja að það vantar ansi margt sem var i bókinni. Mér fanst bókinn reyndar dálítið langdreginn og það sama á við um myndina. Það er í rauninni ekki mikið sem er að gerast fyrr en í endan og mér fynst að leikstjórinn hefði geta gert þann part betri. Það sem kémur mér líka á óvart er að fimta bókinn var lengsta Potter bókinn en fimta myndin sú stysta. Þó ég gefi þessari mynd ekki meira en tvær stjörnur veit ég að allir harðir Potter aðdáendur eiga eftir að sjá hana, en ég ætla að vara fólk við sem ekki er búið að sjá hana að búast ekki við of miklu !!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard 4.0
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd. Mikið af tæknibrellum sem sumar kanski ganga ekki alveg upp. En samt sem áður fín mynd sem slík og ég skemmti mér bara mjög vel á henni. Fyrsta myndinn var langbest og hinar tvær sem komu örlítið lagari en samt bara mjög góðar. Þessað Die Hard myndir einkennast af góðum húmor og miklum hasar. Ástæðan fyrir því að ég gef myndini ekki fjórar stjörnur eru sú að sumt sem gerist í myndini gengur kanski ekki alveg upp. En þessi mynd á allavega skilið að fá þrjár störnur. Ég mæli eindregið með henni !!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd sló í gegn hjá mér, hasar frá upphavi til enda. John McClaine (Bruce Willis) er í jólapartýi með konuni sinni Holly, í stóru háýsi, þegar hrryðjuverkamenn taka yfir bygginguna. Hryðjuverkamennirnir ætla að ræna peningum sem eru í læstum peninga tönkum í byggingunni. Þeir skera á allar síma línur þannig að ekki er hægt að hringja á hjálp og á þessum tíma á 9. áratugnum voru engir þráðlausir símar komnir. John sem er lögreglumaður fer því í málið að mikilli hörku og berst viðhryðjuverkamennina eins og sannur herforingi. Tekst John McClaine að yfirbuga glæpamennina ? Tekst honum að kalla á hjálp ? Þið verði bara að horfa á myndina til þess að vita meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei