Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Goal II: Living the Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Oki mynd númer 1 var svo sem ágæt(rétt slapp) en þessi var því miður mun verri.

Maður fær hálfgerðan aulahroll að horfa á fræga knattspyrnu menn í þessari mynd og fer þar Steve Macmanaman fremstur í flokki. Fótbolta atriðinn eru auðvita bara grín og ég tala nú ekki um að maður sem fylgist með fótbolta, þekkir leikina sem atriðin eru tekinn úr.

Þetta er asnaleg mynd þar sem lítið er að gerast, nema klisjuleg atriði þar sem frægum fótboltaköllum er troðið inní og svo væmið dramatík um fortíð Munez(aðal kallinn), sem hefði átt að sleppa.

Þeir sem hafa gaman af fótbolta ættu frekar að eyða tímanum út á fótbolta velli eða horfa á meistaradeildina en að fara á þessa mynd og þeir sem hafa gaman af góðum kvikmyndum ættu að forðast þessa mynd og kannski horfa á hanna á RÚV eftir 10 ár.

Hún fær samt hálfa stjörnu hjá mér fyrir að gefa mér mesta aulahroll síðan að ég sá New world í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var ekki búinn að lesa bókini eina sem ég vissi að þetta var einhver ævintýramynd með Drekum og að flestir sem ég hef talað við hafa sagt að þessi mynd sé mjög léleg. Því kom hún mér smá á óvart. Söguþráðurinn gekk mjög hratt fyrir sig og er hún allt auðruvísi byggð upp en t.d Lord of the rings sem eiðir miklum tíma í persónusköpun og tengsl við umhverfið og leikara.

Þetta var skemmtileg ævintýramynd með mjög flottum dreka í einum af aðalhlutverkinu. Það eina sem skemmir þessa mynd fyrir mér er skelfilegur aðaleikari en annað eins hef ég aldrei séð. Ég hef ekki mikið vit af leik en þetta var algjör hörmung, hann var eins alla myndina og maður var eiginlega sama um strákinn.

Ég mæli með þessari fjölskyldumynd. Ef þið farið ekki á þessa mynd með því hugafarið að þið séuð að fara að horfa á næstu LOTR seríu heldur eithvað aðeins minna og auðruvísi þá held ég að flestir ættu að geta skemmt sér yfir þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tenacious D in the Pick of Destiny
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst Jack Black skemmtilegur leikari(þótt að hann er nánast alltaf eins) og því er þetta fín skemmtun fyrir mig. Það voru nokkrir mjög góðir brandarar þarna og svo komu nokkrir allveg skelfilegalélegir(og lá við að maður skammaðist sín að horfa á þetta þegar þeir komu, þeir voru það lélegir). Þeir sem fíla aulahúmar black eiga eftir að fara ánægðir heim en hinir villja væntanlega fá endurgreit. Hún fær 3 stjörnur hjá mér
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Casino Royale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er flott mynd og ekki bara fyrir hörðustu James Bond aðdáendur. Bond er rosalega flottur en í þessari mynd þá kafar maður dýpra í hver hann er og afhverju hann er eins og hann er. Það er fullt af flottum atriðum og mikill hasar. Ég mæli sko með þessari mynd fyrir alla eldri en 16 ára(því það eru nokkur samtöl sem mér fannst nokkrir krakkar ekki vera að skilja í bíóinu og þau voru síblaðrandi um hver þetta væri og hvað hann væri að fara að gera). Þessi Bond er kominn í 2.sæti hjá mér á eftir Sean Connery. Flott mynd sem allir verða að sjá
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Underworld
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta var mjög góð mynd.Hún var mjög dökk allan tíman og aldrei sá maður dagsljósið og það fannst mér frábært,þótt að klæðnaðurinn var mjög líkur matrix.Þetta var mikil spenna alla myndina og voru varúlfarnir vel gerðir.Mér fannst samt að Vampðírunar gættu barist öðruvísi en reyndar var þetta flott.

Þetta var góð skemmtum og ætla ég því að gefa henni þrjár stjörnur


p.s flottar gellur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei