Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Saw II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég leit yfir gagnrýnirnar um þessa mynd varð mér stórlega brugðið. Myndin er að fá 1-3 stjörnur, sem er svo sannarlega ekki réttlát stjörnugjöf.

Allir höfðu sagt mér hvað saw 1 væri ógeðslega góð og ég bara yrði að sjá hana, svo sá ég hana og fannst hún bara allt í lagi, frekar góð en ekkert bara vá fucking ótrúleg. En aftur á móti þegar ég sá saw 2 upfyllti hún allar væntingar sem ég hafði haft fyrir 1 myndinni. Myndin grípur mann algjörlega ´frá blábyrjun og ég sat spennt allan tíman, gat ekki hugssað mér að standa upp undir neinum kringumstæðum. Hún er spennandi, vel gerð og með mjög góðu plotti. Ég sat í sjokki eftir myndina, mjög gott plott í endann sem lætur mann sitja eftir í losti.

Pottþétt ein af mínum uppáhalds myndum, en ekki enn ein lélega hryllingsmyndin sem er gerð eftir sama handriti og 1000 aðrar myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei