Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Stranger Than Fiction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er Þjóðverjinn Marc Forster sem leikstýrir þessari óvenjulegu en jafnframt afbragsgóðu kvikmynd. Í stuttu máli segir myndin frá Harold Crick (Will Ferrell) en hann starfar hjá bandaríska skattinum. Crick þessi er einstæður og lifir hann mjög reglubundnu lífi og er lífstíll hans mjög staðlaður. Dag einn fer hann að heyra í kvenmannsrödd sem virðist vera að segja frá öllu sem hann gerir. Með aðstoð bókmenntafræðingsins Dr. Jules Hilbert (Dustin Hoffman) kemst hann að því að röddin sem hann heyrir er rödd rithöfundarins Kay Effel (Emma Thompson) sem þjáðst hefur af ritstíflu í 10 ár. Nú er svo komið að Kay er að reyna að klára skáldsögu sína og er saga hennar um líf Harold Crick. Allt sem Crick gerir stjórnast af framvindu skáldsögu Effel, en það er einn hængur á og það er að Harold Crick á að deyja í lok sögunnar til að sagan gangi upp. Það er skemst frá því að segja að myndin er EKKI þessi dæmigerða Will Ferrell mynd, þar sem allt snýst um húmorinn. Reyndar fékk ég algjörlega nýja sýn á Ferrell sem leikara, og sýnir það hversu fjölhæfur hann er. Myndin er á köflum mjög fyndin og á fína spretti, leikhópurinn er einnig mjög fjölbreyttur og skemmtilegur. Stranger than Fiction er ekki þessi mainstream mynd, hún er óvenjuleg en jafnframt afbrags skemmtun og kemur á óvart.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Munich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar meistari Steven Spielberg á í hlut má yfirleitt búast við einhverju stóru og miklu. Myndin Munich er engin undantekning frá þeirri viðteknu venju. Munich segir í stuttu máli frá eftirmálum sem urðu af atburðunum sem áttu sér stað á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972, þegar Palestínskir hryðjuverkamenn úr samtökunum Svarti September rændu og myrtu 11 Ísraelska íþróttamenn. Ísraelinn Avner sem leikinn er af Eric Bana (Troy) er kallaður til af Goldu Meir þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og er hans hlutverk að taka þá einstaklinga úr umferða ásamt nokkrum félögum sínum sem stóðu á bakvið morðin í Munchen.

Það er skemmst frá því að segja að myndin er í alla staði góð.

Það hefur verið í tísku að gera sögulegar myndir í Hollywood að undaförnu (Troy, Kingdom og Heaven, Alexander o.s.frv.) og er þessi mynd vissulega söguleg í því samhengi. Það sem sker Munich hinsvegar úr frá áðurnefndum myndum er m.a það að hún er laus við alla tilgerð og er mjög raunsæ. Eric Bana sýnir stórleik og passar fullkomlega við sitt hlutverk. Einnig leikur hinn nýji James Bond, Daniel Craig helsta aukahlutverkið og ferst það honum vel úr hendi, vona að hann fari eins vel með hlutverk njósnarans. Klippingin í myndinni er mjög flott sem og kvikmyndatakan, sem er til fyrirmyndar. Munich er stórmynd sem kemur vel til greina sem mynd ársins og á ég von á því að hún muni gera vel á Óskarsverðlaunahátíðinni. Ég gef henni fjórar stórar stjörnur og er hún vel þess virði, frábær skemmtun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hustle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vissi ekki alveg við hverju mátti búast þegar ég horfði á Hustle and Flow, en ég sé svosem ekki eftir því að hafa eytt tíma mínum í þessa mynd. Myndin segir frá manni að nafni D-Jay (leikin af Terrence Howard, Crash og Ray) sem lifir á því að selja konur, er semsagt melludólgur. Hann á sér þann draum að verða rappari og notast hann í fyrstu við lítið rafmagnspíanó til að semja takt, píanóið keypti hann af heimilislausum einstaklingi. Hann finnur gamlan félaga sem starfar við upptökur á tónlist og fær hann í lið með sér. Stóra spurningin er síðan sú hvort að D-jay nái að slá í gegn í hinum erfiða heimi rappsins eða ekki. Ég segi ekki meir því það gæti skemmt fyrir.Leikstjóri myndarinnar er hinn efnilegi Craig Brewer en þetta er hans fyrsta mynd sem nær að slá í gegn. Leikararnir í myndinni samanstanda af fínni blöndu reyndra og óreyndra leikara. Terrence Howard sem leikur D-Jay er leikari sem er á mikilli uppleið og er hann m.a tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á D-jay. Frammistaða hans í myndinni er hreint frábær og hefði hæglega verið hægt að tilnefna hann til tvennra óskarsverðlauna því túlkun hans í Crash var til algjörar fyrirmyndar. Anthony Andersson leikur Key félaga hans sem sér um upptökur á lögum hans og stendur hann sig þokkalega í myndinni. Ég er vanur því að sjá hann leika grínmyndum á borð við Barbershop og Kangaroo Jack, en hann stendur sig þokkalega, ekkert meira en það. Meðal annarra leikara er þokkagyðjan Taryn Manning eða Boomkat en hún er í hlutverki vændiskonu í myndinni og stendur hún sig vel, túlkun hennar er raunsæ og góð. Lagið sem D-jay nær að semja It's hard out here for a pimp er mjög gott og grípandi og finnst mér líklegt að það eigi eftir að gera góða hluti þegar það fer í almenna spilun, enda er lagið tilnefnt til óskarsverðlauna þegar þetta er skrifað.Hustle and Flow er virkilega fín mynd, hún hefur rólegt yfirbragð og er laus við alla tilgerð sem einkennir hinar dæmigerðu Hollywood myndir. Eini gallinn við myndina sem gat séð var hvað hún er lengi að byrja, en hún vinnur mjög vel á og reynist hin besta skemmtun þegar uppi er staðið. Það að hún sé tilnefnd til tveggja óskarsverðlauna segir allt sem segja þarf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fun with Dick and Jane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins og alltaf þegar Jim Carrey á í hlut býst maður við flugeldasýningu. Maðurinn á svakalegan feril að baki, myndir á borð við Dumb and Dumber og Ace Ventura segja allt sem segja þarf. Þegar ég hélt inn í bíósalinn gerði ég mér ekkert rosalega miklar væntingar, hafði heyrt að myndin væri frekar slöpp en ákvað að gafa henni séns. Söguþráðurinn er í stuttu máli þannig að Jim leikur Dick mann sem er í fínni vinnu og á konu sem leikin er af Theu Leoni. Þau eiga saman einn son sem talar bara spænsku, veit ekki einu sinni af hverju!. Fyrirtækið sem Dick vinnur hjá fer á hausinn og leiðast hann og kona hans Jane inn á glæpabrautina vegna atvinnuleysis. Okey...fínn söguþráður en það er bara einn galli, hann er sá að myndin er alls ekkert fyndin og ekkert góð, frekar vond ef svo má segja. Brandararnir eru þreyttir og gamaldags og finnst mér algert andleysi ríkja alla myndina. Kannski er ég vaxinn upp úr svona gamanmyndum, hver veit? En ég my ndi aldrei mæla með þessari mynd. Það er ekki hægt að segja að myndin sé alslæm (þokkalegir kaflar inn á milli) en klárlega versta mynd Jim Carreys til þessa. Sanngjarnt nafn á þessa mynd væri Not so fun with Dick and Jane.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei