Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Sideways
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var dreginn á þessa mynd í gærkvöldi af tveimur félögum mínum, og ég vissi ekkert um myndina(og vil ég nú frekar að það sé þannig þegar maður fer í bíó), ekki um leikara né handrit. Ég gef myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum, aðallega vegna þess hve óskaplega venjuleg myndin er. Það sem sló mig fyrst(einmitt það sem Tómas sagði), er að handrit og leikstjórn myndarinnar eru mjög frábrugðin öðrum myndum. Atburðir í myndinni eru mjög venjulegir, allt sem gerist er mjög raunhæft og eru það hlutir sem gætu gerst fyrir hvern sem er. Mér fannst húmorinn í myndinni einnig mjög góður. Myndin minnti mig svolítið á Eternal sunshine of the spotless mind(varðandi hvað hún var róleg og screenplay), og einnig svolítið á American Beauty í endann(með tónlistina). Ég hefði geta horft á alla myndina með miklum áhuga, þó hún hefði verið klukkutími í viðbót, einfaldlega vegna þess hve þetta var góð afþreying. Ég veit að þessi mynd kemst í topp 20 hjá mér, og þeir sem fannst About Schmidt góð ættu pottþétt að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei