Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Simpsons Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og aðdáendur Simpsons.Sjálfur hef ég ekki mikið horft á Simpsons en alltaf fundist þeir skemmtilegir og fékk ég meira en ég bjóst við úr myndinni, þrátt fyrir að hafa fundið fyrir þokkalegum Hollywood keim yfir allavega einu atriðinu í myndinni.

Um að gera að skella sér á myndina sem fyrst og/eða leigja hana.

Mælist með að hafa 2x stóra popp poka við hendina, og amk. 2 lítra af gosi, og ílát til að losa þvag í, enda vill maður ekki missa af neinu þarna.35 af 40 í einkun frá mér (miðast við stjörnugjöf kvikmyndir.is).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Simpsons Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Simpson fjölskyldan þarf að taka sig til og bjarga Springfield þegar slys gerist og fer allt í vitleysu, eins og vanalega þegar kemur að Simpsons fjölskyldunni.Þetta er grínmynd fyrir alla aldurshópa og er það alltaf einhver atriði til að hlægja af. Trail'erinn virðist gefa manni tilfinningu fyrir hvernig myndin sjálf er, en það þarf að sjá hana til þess að vera viss og þá sér maður að myndin er allt öðruvísi.Afhverju bara þrjár og hálfa stjörnu í staðinn fyrir fjórar? Ég hef ekki svarið við því, en ég veit að ég gat hlegið af flestu heimskulegu bröndurunum og hvað eina, svo að það er einhvers virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Verð að játa það frá byrjun að ég hef bara alls ekki fýlað framhöldin af Spiderman myndunum, enda eru þær ekki nærru því jafn góðar og Spiderman 1 var þegar maður horfði fyrst á hana.Svo kemur Spiderman 2 og 3 sem að jú eru áfram með alveg skemmtilega fallegar tæknibrellur, en söguþráðurinn er bara alls ekki spes því miður. Eins og oft með framhaldsmyndir, þá eru upprenalegu myndirnar bestar, en það á þó sem betur fer ekki við alltaf.

Verð nú að gefa þessari einni og hálfa stjörnu þar sem að tæknibrellurnar voru flottar eins og venjulega, en hún fær ekki hærra enda var hún allt of fyrirsjáanleg, grenjulega og svo framvegis.

Áhorfanleg mynd og mæli ég ekki með að horfa á hana nema það sé ekkert skárra til á heimilinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 51st State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtun eins og hún gerist best með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki sem efnafræði snillingur, en hann vinnur við að finna upp á nýjum eiturlyfjum.

Einn daginn fer hann svo til London og ætlar að selja þar Formúluna 51, sem er formúla fyrir nýtt eiturlyf og efni hennar má nálgast í apótekum.

En allt fer úr böndunum hægt og rólega og endar þetta í skemmtilegum seinni helming.Myndina skartar alveg frábærum húmor og ágætis spennuatriðum. En hún er bæði vel leikin, sem og leikstýrð og er lýsing og klipping myndarinnar til sóma.Þetta er mynd sem að ætti ekki að fara fram hjá neinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
How High
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem að gleymist seint.

Frábær skemmtun fyrir alla og tónlistin er alveg frábær. Meina, hversu margar myndir geta nýtt sér lag með Rammstein?Method Man og Redman fara á kostum í þessari sprenghlægilegu mynd sem að allir þurfa að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lord of War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd með Nicolas Cage í aðalhlutverki vopnasalans Yuri.Yuri rekur veitingarstað ásamt fjölskyldunni sinni, sem að gengur ekki það vel.Einn daginn eftir að Yuri verður vitni af skotáras inn á veitingarstað ákveður hann sér að gerast vopnasali og byrjar þá smátt og smátt með tímanum að verða sá besti.Þessi mynd er algjör snilld og er must að horfa á hana að minsta kosti tvisvar að mínu mati.

Handrit og leikur eru til fyrirmyndar, og sama má segja um frábæra tónlist og skemmtilega klippingu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. and Mrs. Smith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa stórkostleg skemmtun fyrir alla.

Frábær húmor og æðislegur hasar blandast saman við vel klippta og lýsta mynd sem Brad Pitt og Angelina Jolie leika í.Tveir njósnarar eru gift, án þess að þau viti að hinn aðilinn sé njósnari, og eru þau í sitthvoru fyrirtækinu, sem eru samkeppnis aðilar.

Einn daginn fá þau sama verkefni og byrjar ósköpin út frá því, og er útkoman stórskemmtileg.Mr. and Mrs. Smith er mynd sem að engin ætti að láta fara fram hjá sér, enda er hún endalaust skemmtileg út alla myndina.

Man ekki eftir atriði sem ég gat staðið upp til þess að sækja mér gos eða popp.Skylda að sjá þessa mynd við fyrsta tækifæri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að mínu mati hin fínasta mynd.

Allt of mikil drama fyrir mig kannski og hefði ég viljað sjá meiri hasar, en alveg áhorfanleg og meira en það.Falleg klipping og skemmtileg lýsing í myndinni skapar skemmtileg andrúmsloft, og er alls ekki hægt að kvarta undan því.Án efa mynd sem að allir ættu að sjá að minsta kosti einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fílar þú mikinn hasar, stór brjóst, byssur og eltingaleiki?

Þá er Tomb Raider fyrir þig. En ekki þarf að fíla allt þetta til þess að geta horft á myndina.Tomb Raider er án efa skemmtileg mynd og mætti nánast lýsa henni sem Indiana Jones, fyrir utan að aðalhetjan er kvenkyns.Lara Croft (Angelina Jolie) þarf að bjarga heiminum frá köllum sem ætla að ræna tímanum, og allt getur gerst.Frábær skemmtun fyrir fólk til að horfa á ef það er ekki viss hvað það vill sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Truman Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd sem gleymist seint, ef ekki aldrei. Mjög vel leikin og frábært handrit ásamt klippingi.

Án efa ein af bestu myndum sem Jim Carrey hefur leikið í.Myndin sjálf fjallar um mann að nafni Truman (Jim Carrey) sem er sjónvarps stjarna, en hann veit það ekki sjálfur.

Fylgst hefur verið með honum frá fæðingu og er ekki sála á jörðinni sem veit ekki hver hann er. En einn daginn gerist atburður sem breytir lífi Trumans og fer hann að efast um að tilvist sín sé sönn.Þetta meistaraverk er án efa skyldueign allra kvikmyndar áhugamanna, sem og 'venjulega' áhorfenda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
White Noise
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Spennandi og draugaleg mynd í besta gæðaflokki.

Ég er sjálfur mest lítið fyrir hryllingsmyndir og myndi sjálfur ekki beint kalla þessa mynd beina hryllingsmynd, en hún er alveg frábær.

Jafnvel þeir sem geta ekki horft á hryllingsmyndir ættu að geta horft á þessa, og mæli ég alveg með því.Í stuttu máli þá fjallar myndin um það að kona Johns deyr, og fer hann svo út frá því að heyra smá suð og hljóð í útvörpum til að byrja með.

Svo kemst hann að því að hægt er að hafa samband við þá látnu í gegnum sjónvarps upptökurr, og fer hann að komast að því hvernig megi bjarga mannslífum með því.Þessi mynd heldur manni spennandi allan tíman eftir að hún er almennilega byrjuð, og mæli ég alveg eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. and Mrs. Smith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær grínmynd, sem og spennumyd líka.

Gerast ekki betri en þessi, með Brad Pitt og Angelina Jolie í aðalhlutverki, en þau leika gift hjón.Bæði hafa þau leyndarmál sem að hvorugt þeirra veit af, þar til að einn daginn hittist á að þau lenda í hvort öðru án þess að vita það, en fatta það samt smátt og smátt.

Eftir það byrjar fjörið og stoppar hvergi grínið né skemmtunin.Myndin er vel unnin og er handritið skemmtilegt.

Lýsingin er til sóma og klipping sem og tónlist er alls ekki verri.Skylda að sjá þessa mynd, og er hún auk þess frábær afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
National Security
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bráðfyndin og skemmtileg grínmynd með Martin Lawrence og Steve Zahn í aðalhlutverkum.Þeir leika báðir löggur sem passa ekki saman, og eru sendir til þess að uppræta fíkniefnasmygl.

Spurning hvort að þeir ná að ganga frá smyglurunum áður en þeir ganga frá hvorum öðrum?Í heildina litið er þetta hin fínasta afþreying full af húmor or skemmtun.

Ekki láta þessa fara frammhjá ykkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Hawk Down
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd í alla staði -- svona eins og þær gerast bestar.

Komið slatti síðan ég sá Black Hawk Down, en ég man alveg vel eftir því hversu góð hún var, og fagmannlega unnin.

Lýsing er til fyrirmyndar sem og cameru vinnsla, klipping og tónlist.Flottar tæknibrellur, skemmtilegur söguþráður og magnaður hasar er það sem heldur myndinni uppi allan tíman og verður hún aldrei óhorfanleg og/eða leiðinleg.Þessi mynd er skyldueign og þarf að horfast að minnsta kosti tvisvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Delta Farce
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að mínu mati skemmtileg grínmynd og fóru leikararnir alveg frábærlega með hlutverkin.Söguþráðurinn er kannski sjálfur ekkert spes, en það er í góðu lagi þar sem að þetta er grínmynd í húð og hár.Larry (Larry The Cable Guy), Everett (DJ Qualls) og Bill Engvall (Bill) eru varaliðsmenn og eru sendir til Íraks, eða svo halda þeir þar til að annað kemur í ljós.Þessa mynd annað hvort fýlar maður, eða finnst manni leiðinleg -- það er ekkert þar á milli í þessari mynd. Ég veit allavega að ég er ekki sá eini sem fýlaði hana.Larry The Cable Guy:

Let's git'ur don.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Running Scared
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æðisleg mynd í alla kanta.

Byrjar eins og skot og heldur manni föstum yfir alla myndina með bæði spennandi, flottum sem og óhugnalegum atriðum.Joey Gazelle, leikinn af Paul Walker (Fast and The Furious, 2Fast 2Furious, Into the Blue of.l), er meðlimur í mafíu og helstu verkin hans eru að losa aðra við byssur sem eru notaðar og geymir hann þær hjá sér.

Einn daginn vantar eina byssuna hjá honum og þar byrjar vandræðin og eltingarleikurinn um að endurheimta hana.Spennandi mynd með frábærum söguþræði, vel skrifuðu handriti, magnaðri lýsingu og skemmtilegri klippingu.Þessi mynd er án efa skyldueign og þarf amk. að horfa á hana tvisvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flight of the Phoenix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Komið smá síðan ég sá myndina og verð ég að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hana.Skemmtileg mynd með ágætis söguþræði, en enn betri atriðum -- sérstaklega þegar líður á seinni hluta myndarinnar.Alls engin skyldueign, þvert á móti, en hinsvegar fínasta afþreying fyrir fólk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Little Trip to Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vel unnin mynd úr smiðju Baltasár Kormákar.Varð ekki undir vonbrigðum þegar ég sá hana, og með leikara valið.

Án efa ein flottasta, og skemmtilegasta, íslenska kvikmyndin sem hefur komið út.Tæknibrellurnar ekki slæmar í myndinni, og er klippingin sem lýsinging til fyrirmyndar.

Væri gaman að sjá eitthvað meira í þessum dúr, auðvitað bara með meiri hasar.En þessi mynd er einmitt nokkuð róleg, en alveg með spennandi söguþræði sem og atriðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stealth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að mínu mati skemmtileg afþreying með spennandi hasar atriðum.

Bjóst við meiru frá henni, en samt sem áður ekkert slæm.Fannst tæknibrellurnar í fínu lagi, ásamt tónlistinni, og klipping er til sóma sem og lýsing.

Væri gaman að sjá aðra mynd í svipuðum stíl, bara meiri hasar á lofti, sem og á jörðu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd, og án efa sú besta af þríleiknum sjálfum.Þessi mynd hættir bara ekki að vera töff og mun hún gleymast frekar seint, ef hún mun gleymast yfir höfuð.

Alger klassík með flottum pælingum á bakvið.Frábær hasaratriði sem eru til fyrirmyndar í bland við skemmtilega tónlist gerir þessa mynd að einni bestu hasarmynd sem hefur komið út.

Flottar tæknibrellur og söguþráðurinn er skemmtilegur, ásamt pælingunum á bakvið hana.

Alger skyldueign í DVD safnið.

Hvort velur þú bláu, eða rauðu pilluna?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek the Third
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Shrek 1 var frábær mynd, og Shrek 2 kom þar ekkert á eftir.

En þegar kemur að Shrek 3 þá hefur áhrifin aðeins dvínað.Þrátt fyrir að vera þriðja myndin af Shrek, þá er hún allt í lagi miðað við fyrstu tvær, og er húmorinn ennþá í góðu standi.Varð að segja að ég var ekki beint sáttur með söguþráðinn, þrátt fyrir að þetta sé teiknimynd, en það er hægt að sjá margt verra.Engin skyldueign, en fínasta afþreying fyrir meðalljónið til að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Firefly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa besti þáttur sem hefur komið upp, og verður alltaf í uppáhaldi hjá mér.

Joss Whedon að sanna sig algerlega í leikstjórn og handritsgerð í sambandi með Firefly, þar sem að hann hefur gert stórann heim til notkunar, en aðeins fengið örlítið brot af honum þar sem að FOX aflýsti þáttunum eftir 11 þætti.En það voru gerðir heilir 14 þættir (pilot'inn er tvöfaldur), og bíómynd seinna meir sem gefur ekkert á eftir þáttunum, en þar er einmitt frætt mann aðeins meira um það sem að þættirnir voru ekki búnir að gera.

Hinsvegar hefði ég viljað fá þættina áfram og fræðst þannig lítið í einu, og halda spennunni í sambandi með hina og þessa hlutina uppi. En það væri samt sem áður hægt að segja frá öllu og losað úr spennunni strax, og samt myndi þessi þáttur halda áfram að vera magnaður með hverjum þættinum.Firefly fjallar basicly um 9 meðlimi áhafnar Serenity, sem er Firefly class geimskip, og þurfa þau að taka að sér hverskyns vinnur -- löglega, sem ólöglega, til þess að halda skipinu gangandi, og mati á borðinu.

Persónurnar eru hreint út sagt frábærar, og alveg æðisleg samtöl þar sem Joss Whedon fullkomnar með skriftum sínum.Þessi þáttur er öðruvísi en aðrir í sambandi með cameru vinnslu, og er hann blandaður af Sci-Fi og dálítlum vestra.

Það þarf þó ekki að fýla Sci-Fi eða vestra til þess að horfa á Firefly.Tæknibrellurnar eru til sóma, og sjálft theme lagið er komið á minnið strax eftir fyrsta þáttinn, og er alltaf jafn falleg í hvert skipti sem maður spilar það (enda er það núverandi símhringingin mín -- samið af Joss Whedon), og er hægt að segja að öll tónlistin í þáttunum er æðisleg.

Hvert skipti sem maður heyrir það syngur maður með af fullum krafti.Fyrir þá sem hafa ekki séð þættina, endilega drífa sig í því.

Svo er hægt að kaupa seríuna (Special Edition) í Nexus til dæmis, og mæli ég eindregið með því.Gæti sagt svo margt meira um þættina, og farið út í svaka details um hana, en læt þetta nægja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sin City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd byggð á samnefndum teiknimynda bókum.Sin City er mjög sérstök mynd, sérstaklega þegar litið er á tæknibrellurnar og litina í myndinni, en hún er megnið í svart/hvítu (þó með einum og einum lit), og er það að takast alveg fullkomnlega upp.Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Bruice Willis, Elijah Wood, Jessica Alba og Clive Owen (Children of Men).Nú get ég ekki beðið eftir að sjá Sin City 2 og 3 sem eru í vinnslu (en þar á meðal annars Johnny Depp vonandi að koma fram í eftir heimildum).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Children of Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg mynd með nokkuð frumlegum söguþræði.Byrjar doldið hægt, en þegar líður á myndina verður hún meira og meira spennandi með atriðunum.Svona í heildina litið þá er þetta skemmtilega útfærð mynd með spennandi söguþræði. Skemmtilegum karekturum og tónlistin alveg smellpassar inn í myndina.Eitthvað sem að allir þyrftu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard 4.0
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg mynd með frábærum húmor, æðislegum sprengingum og fullt af látum.Þessi mynd fékk mig, sem og marga aðra í bíósalnum til að skellihlægja yfir mörgun atriðum, og á nokkrum köflum mátti vel heyra fólk segja hluti eins og áts og úúúhh með réttum atriðum.Söguþráðurinn er kannski ekk sá lang besti, en allar sprengingarnar og allur húmorinn bætir það upp og gerir þessa mynd að æðislegri skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Serenity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það þarf mest lítið að segja um þessa mynd þar sem að nafnið segir til um hversu fallega unnin þessi mynd er.Það er hægt að segja að þetta sé vestri blandað við vísindaskáldsögu, sem er jú nokkuð rétt, en fyrir mér er þetta svo miklu meira.

Ef það er eitthvað sem kemst næst því að líta út eins og framtíðin verður, þá er þetta það sem ég sé fyrir mér að minnsta kosti.Ef þú heldur að þú getur ekki horft á vísindarskáldsögur, og fýlar bara hryllingsmyndir kannski, þá áttu eftir að breyta gjörsamlega um skoðun eftir að hafa litið á þessa mynd.Falleg klipping, falleg lýsing, falleg hönnun, falleg samtöl og svo margt fleira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei