Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Fear and Loathing in Las Vegas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar að ég horfði á þessa mynd var ég búinn að vera vakandi í 28 klukkutíma og búinn að drekka 3 kaffibolla og sneri mér í marga hringi á meðan að myndinni stóð og ég mæli ekki með því, vegna þess að þeta er ekki rétta myndin til þess að gera það við. En allavega, í þessari mynd kemur fram margar ef ekki allar dóptegundir sem til eru þannig að ef þér finnst dóp myndir leiðinlegar skaltu samt horfa á þessa. Johnny Depp fer með hlutverk Raoul Duke eða Hunter S. Thompson sem er ásamt lögfræðingi sínum Dr.Gonzo eða Oscar Z. Acosta, í sameiningu fara þeir til Las Vegas og neyta MIKILLA fíkniefna á leiðinni til Las Vegas og ennþá meira í Las Vegas. En ef að maður lítur á myndina í heild sinni er enginn sérstakur söguþráður annar en dóp, áfengi og skemmtun. En eins og sumir vita þá er Hunster S. Thompson til og hann gerði myndina og skrifaði bókina sem heitir The American Dream.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Land of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd George A. Romero er mjög frábrugðin hinum myndunum í Dead seríunni (Night of the living dead, Dawn of the dead og Day of the dead). Í öllum hinum myndunum voru afturgöngurnar labbandi lík sem hugsuðu ekki um neitt en að éta, en í þessari hugsa þær og læra nýja og nýja hluti. Mér finnst Land of the dead vera næstbesta myndin í dead seríunni rétt á eftir Day of the dead.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy Got Fingered
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er MJÖG asnaleg mynd en hún er líka tær snilld...ég játa það ég er með mjög sjúkann og sorglegan húmor og eina manneskjan sem ég vet um sem finnst hún mjög góðm er ég. Hún fjallar um gaur sem Tom Green leikur og hann gerir myndasögur (eða reynir) sem eru mjög asnalegar og boring. En hann fer til Los Angeles eða Hollywood...man það ekki til þess að selja myndasögurnar sínar en honum er neitað. Síðan vinnur hann ennþá betur að sögunum og þetta er bara um hann að reyna að selja myndasögurnar sínar. En auðvitað gerist margt brjálað í millitíðinni. Ég myndi gefa henni fleiri stjörnur ef það væri hægt en ég mæli ekki með henni, þótt mér finnist hún góð

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dark Water
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er endurgerð af japanskri mynd sem var ömurleg og þessi sjö sinnum verri. Ég hef aldrei séð svona lélega afsökun fyrir horror mynd ef það má kalla hana það. Ekki sjá hana nema að þið hafið ekki sofnað í 8 ár...þá er þetta réttu leiðindin!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rocky Horror Picture Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er besta söng- gaman mynd sem ég hef séð, mér finnst hún miklu betri en Hair. En hún er um Brad og Janet sem eru nýtrúlofuð og eru einhverstaðar að keyra þegar að það springur á hjá þeim. En þá fara þau inn í kastala og hitta þar Frank ´N´furter og aðra skrýtna gaura. Ég vill ekki segja meira því það gæti eyðilagt fyrir sumum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sahara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð mynd um tvö mjög góða vini sem eru nokkurn veginn fornleifafræðingar en samt ekki eins og Indiana Jones. Þeir eru að leita að skipi sem einhvernveginn hafnaði í eyðimörk, mjög góð hasar og grín mynd. En einnig er plága í gangi í landi eða borg (veit ekki hvort það er) sem heitir Mali.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dukes of Hazzard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær gaman mynd með fyrrverandi meðlim jackass, Johnny Knoxville, en í henni eru einnig Jessica Simpson og Willie Nelson og Sean einhvað. Þetta er bland af hasar, spennu og kappakstri, Tveir frændur (Johnny Knoxville og Sean) búa í smábæ sem ber nafnið Hazzard. En eins og í flestum myndum er vondur maður sem vill öllum illt og í þessari mynd er ætlar sá maður að gera risastórt vinnusvæði úr þessum bæ.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Nightmare on Elm Street Part 2: Freddy's Revenge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er lang versta og asnalegasta myndin. Hún er eins og ástar mynd þar sem að freddy er að reyna að drepa alla. Leiðinlegasta myndin í þessari seríu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Nightmare on Elm Street
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð mynd með Wes Kraven sem leikur Freddy. En Hann ásækir unglingana sem eiga heima á Elm street í draumum sínum. skrýtin en jafnframt góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Deliverance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni mjög góð mynd með Jon Voight og Burt Reynolds sem leika þetta snilldarlega. En myndin er um nokkra vini sem fara einhvert upp í sveit. Þeir fara á einhvert fljót og lenda þar í mörgum ævintýrum. Ég mæli með Deliverance.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fight Club er mjög góð mynd með Edward Norton og Brad Pitt sem fara með hlutverk sín snilldarlega. Persónan sem Edward leikur ber mörg nöfn í myndinni og ég veit því ekki hvað ég ætti að kalla hann, en hann þjáist af svefnleysi og til þess að lækna það fer hann í allskonar krabbameins- og sjúkdóma ´klúbba. En einn daginn er hann að ferðast í flugvél og hittir þar mann sem ber nafnið Tyler Durden (Brad Pitt). Þeir verða vinir og stofna saman klúbb. Einn dag hverfur Tyler og Edward leitar hans um króka og kima og ferðast langt til þess að finna hann. Svo loksins finnur hann Tyler inná hóteli og ef ég ætti að segja meira myndi það eyðileggja myndina. Ég mæli með henni en það er mikið ofbeldi í henni sem ungar sálir ættu ekki að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ray
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ray er ein besta mynd allra tíma. Hún fjallar um ævi Ray Charles sem dó í fyrra og var 74 ára gamall. Hann var háður heróíni en náði að losa sig við það rusl. En fyrir ykkur sem ekki vitið var hann blindurog átti eina konu en var með tvær auka. Hann var mikill tónlistamaður og spilaði á píanó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Man on Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Denzel Washington fer með þetta hlutverk bara ansi vel. Hann leikur mann sem er lífvörður í landi þar sem að mannrán er daglegt brauð og ef allir minndu éta eina kexköku í hvert skipti sem einhverjum væri rænt væru allir orðnir feitir. Hann er ráðinn til að vernda einhverja litla stelpu sem er frekar skrýtin. Þeim tvem fer mjög vel saman, og síðan er stelpunni rænt og Denzel verður eins konar Punisher(fyrir þá sem hafa séð myndina eða lesið blöðin) og finnur mennina sem rændu henni og allt endar vel...eða einhvað þannig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Superman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Superman er ein af fáum góðum ofurhetjumyndum. Christopher Reevee, blessuð sé minning hans, leikur Superman líkt og enginn annar getur. Superman er mjög góð mynd sem allir ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Grease
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Grease er mjög góð mynd um Danny(John Travolta) og Sandy(Olivia Newton John) sem hittast á strönd yfir sumartímann og verða góðir vinir. En þegar að sumarinu líkur fer Sandy í annann skóla og það vill svo vel til að það er sami skóli og Danny er í. Danny er náttúrlega aðal töffarinn í skólanum og það er ekki beint kúl að vera með einhverri stelpu sem er nýbyrjuð og er algjör núbbi. En Grease er mjög góð mynd með John Travolta í sínu besta formi.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monster
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er byggð á sönnum atburðum og um það bil sem að þessir atburðir gerðust var afi minn í Californiu þar sem að allt þetta gerðist og ég vil bara þakka Guði fyrir því að hann hafi ekki fengið þessa gleðikonu upp í sinn bíl eftir að hún sturlaðist. Þetta er mjög góð mynd um þessa hóru sem er lamin af einum viskiptavini og hann misnotar hana en hún drepur hann og eftir það verður hún alveg gaga. hún hittir unga konu og þær verða elskendur og hóran heldur áfram að drepa og loks finnur löggan hana og tekur hana í steininn. það er ekki mjög auðvelt að útskýra þessa mynd og þið verðið bara að sjá hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dawn of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er endurgerð af gömlu myndinni og ég verð að segja að þessi er mjög nálægt því að vera jafngóð og hin. Anna vaknar einn morgun og næstum allir í hverfinu....heiminum eru orðnir afturgöngur. Hún fer inn í bíl og keyrir af stað en einhver feitur gaur reynir að taka bílinn af henni og þá keyrir hún útaf og rotast. Þegar að hún vaknar stígur hún útúr bílnum og sér þar löggu sem ber nafnið Kenneth. Þau fara saman einhvert og hitta þrjár aðrar manneskjur og þau fara öll saman inn í verslunarmiðstöð og hitta þar mjög leiðinlega öryggisverði sem læsa þau inni í klefa en þau komast auðvitað út og læsa þá inni í þessum klefa. Síðan kemur einhvað fólk í trukk og fer líka í klasann. Ég ætla ekki að segja meira, þetta er mjög góð mynd sem ég mæli með.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Evil Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni mjög góð mynd um Ash(Bruce Campbell) og vini hans sem fara einhvert lengst inn í skóg og fara í einhvernskonar sumarbústað. En þar inni finnur Ash upptökutæki og á því er þýðing á bók sem kallast Necrenomicon ex mortes eða bók hinna dauðu. Ash spilar þetta en þessi upptaka lífgar drauga eða djöfla til lífssins. Nú þurfa Ash og vinir hans að snúa álögunum við en það gerist ekki auðvelt. Hún er aðeins ofleikin á köflum en þið ættuð að geta litið fram hjá því. Þetta er mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pink Panther Strikes Again
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er algjör snilldar mynd sem allir ættu að sjá. hann peter sellers(vottuð sé minning hans) leikur Clouseau alveg ótrúlega vel. clouseau er lögregluþjónn frá Frakklandi og er mikill hrakfallabálkur, maður að nafni Dreyffus hatar Clouseau meira en nokkurt annað og hans markmið er að koma honum fyrir kattarnef. Dreyffus rænir Doktor og lætur hann búa til vél sem lætur hluti hverfa og það fyrsta sem hann lætur hverfa er bygging sameinuðu þjóðanna (U.N. building). en eftir að hafa gert það kemur Clouseau og stoppar hann sem Doctor Schoizt from ze village ja. nema hann heitir ekki from ze village ja það er bara fyndinn seting í þessari mynd. á leið sinni að ná Dreyffus hittir Clouseau kokk sem heldur að hann sé garðyrkjumaður, heyrnadaufann gamlann mann með pípu og margt annað fólk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Young Frankenstein
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Young frankenstein er um frankenstein á sínum yngri árum, eins og nafnið bendir til. en allavega...hann fer til Transylvaniu og hittir þar Igor sem er þjónn hans og fara þeir saman í stóran og myrkvann kastala. þar hittir Frankenstein skrýtna gamla konu og einnig dagbók afa síns og í henni stendur hvernig á að gera dauða manneskju lifandi. hann gerir það og lendir í mörgum hrakföllum. ein besta mynd sem ég hef séð og mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Meaning of Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er snilldar mynd sem er um ja allt nema tilgang lífsins. hún er algjört bull en mjög góð. hún fjallar nú ekki um neitt sérstakt og eru margir þættir lífs svo sem fæðing, dauði og margt margt fleira. það eru til margar myndir eftir hann Monty Python og eru þær allar snilld. ég mæli með þessari fyrir alla fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Deeds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð og fyndin fjölskyldu mynd. hún fjallar um Mr. Deeds(adam sandler) sem er bar ósköp venjulegur sveita drengur en óvenju góður við alla. frændi hans sem er billjóna mæringur deyr og deeds er víst eini eftirlifandi ættingji hans og erfir því 40 billjónir sem frændi hans átti en honum er alveg sama því það síðasta sem hann hugsar um er peningar. en allavega hann fer til new york og hittir þar unga stúlku sem ber nafnið Babe og vinnur á fréttastofu en hún platar Mr Deeds og kallar sig pam dawson og segist vera frá Winchestertonfieldville í Ihoa. en samband þeirra styrkist alltaf og styrkist þar til að Mr. deeds kemst að því hver hún raunverulega er og þá fer allt í klúður. mjög skemmtileg mynd fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scarface
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd hefur varanlega breytt lífi mínu á góðan hátt. þetta er ein af mínum topp 10. myndum. en hún fjallar um Tony Montana sem er smákrimmi til að byrja með og hækkar sig fljótt upp, með réttu vinina er allt hægt. tónlistin er snilld og ég elska hreiminn sem al pacino notar er hann leikur Kúbanska manninn Tony Montana. michelle phiffer leikur sitt hlutverk mjög vel en enginn jafn vel og al pacino. al pacino er einn af mínum uppáhalds leikurum og ég gæfi margt til þess að hitta hann áður en hann deyr. fyrst þegar að ég horfði á hana efaðist ég um snilld hennar en er lengra var komið gat ég ekki hætt að horfa á hana og er búinn að horfa á hana oftar en 10 sinnum. þetta er mynd sem allir verða að horfa á. ég mæli eindregið með henni og ef foreldrar ykkar banna ykkur að horfa á hana skuluð þið stelast til þess að horfa á hana þegar að þau eru í bíó eða einhverstaðar annars staðar...það er þess virði!!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil: Apocalypse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Resident evil:apocalypse er með lélegri myndum sem ég hef séð. hún er alveg svakalega asnaleg en samt ágæt. þeir sem hafa lesið bókina eðaunnið leikina taka sj´lfsagt eftir því að hú er ekkert lík þeim. ég skil ekki hvernig hægt er að gera svona asnalega mynd sem á í raun að vera góð. mér finnst svona horror myndir með svona súper fólki alveg svakalega pirrandi og þetta er þannig mynd. ég ætla nú að vona að ég eyðileggi ekki fyrir neinum með því að segja frá smá atriði þegar að Milla drepur mann með hugar orkunni og mjög illa tölvu gert blóð lekur út ú honum. ég mæli eindergið með leikjunum en ekki myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cast Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær fjölskyldu mynd um Chuck Noland(Tom Hanks) sem vinnur hjá fe-ex. Eitt kvöld verður flugslys og chuck er í þeirri flugvél. hann lendir á eyði eyju og þarf að útvega sér mat og drykk. þessi mynd í leikstjórn Robert Zemeckis er allveg frábær og hægt að horfa á hana oft og mörgum sinnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mors Elling
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð og falleg mynd um Elling og móðir hans sem að fara í frí til útlanda (eða innanlands). þau gista á hóteli og lenda í mörgum ævintýrum en aðallega elling. þetta er góð mynd fyrir fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Once Upon a Time in America
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um David Aronson og gengið hans, þeir vinna fyrir mann sem að heitir Bugsy en eru ekki sáttir með það. David fer í fangelsi ungur að aldri og kemur út nokkrum árum seinna (seigir sig sjálft). gengið er nú orðið miklu stærra og æðra, þetta er mjög góð mynd sem að allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Army of Darkness
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er enn ein evil dead myndin en þessi er allrabest, hún er sælgæti fyrir augun. þessi gerist í fortíðinni og Ash er fastur þar. hann þarf að komst þaðann með hjálp töframanns. allgjört rugl. en algjör snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Evil Dead II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi er mjög lík fyrri myndinni og aftur er það hann Ash sem fer í þennann bústað. þessi er enn asnalegri en sú fyrri en samt jafngóð og sú fyrri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Evil Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein asnalegasta mynd sem að ég hef séð. en snilld er hún. Bruce Campbell er einn mínum uppáhalds leikurum þó að ég hafi ekki séð margar. þessi mynd fjallar um hóp af fólki sem að fer í sumar bústað, og hlutir fara að gerast, allskonar asnalegir hlutir og drauga zombies koma á stjá. snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shaun of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ja, hvað getur maður sagt???

Þetta er ein besta zombie mynd sem að ég hef séð.Bretar eru snillingar, þessi mynd er svona must-see mynd og þar á meðal er 28 days later sem er líka bresk. Þessi mynd fjallar um Shaun og vin hans Ed, sem þurfa að komast úr zombie her(auðvitað er fleira fólk en þeir tveir). Ég segi ekki meir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Braindead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er eftir Peter jackson sem gerði líka LOTR, bad taste. Þessi fjallar um lieonel og mömmu hans sem verður bitin af rottu-apa og breytist í skrímsli og aðrir verða líka skrímsli. There´s something nasty in Lieonels basement, his family
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Taste
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð mynd eftir peter jackson sem gerir bara góðar myndir, ég er mikið fyrir mikinn húmor og í senn gore allveg í gegn, þessi er fyndin og gory geimveru mynd. hún fjallar um geimverur sem koma til jarðar og 4 menn ætla að stöðva þær, Derek, Henry, Frank og einhver annar sem ég man ekki hvað heitir. Þeir lenda í mörgum asnalegum hlutum. Ég gef þessari mynd tvímælanlaust fjórar stjörnur og fleiri ef að það væri hægt. Þetta er ein besta mynd á jarðríki, sjáið hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cabin Fever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð mynd og Peter Jackson(Dead/alive, braindead) og Quentin Tarantino(Pulp fiction, kill billvol.1,2) keptust um að gagnrýna hana enda báðir hryllingsmenn ef svo má segja:-)

Þetta er mynd um unglinga sem eru komin úr háskóla eða menntaskóla og þau fara upp í einhvern bústað þar sem að allt er friðlegt og rólegt þar til að hússjúkdómur kemur upp í því svæði og einn og einn veikist einu. Það deyja allir nema einn, í endann á myndinni er hann einn eftir og er að labba í bústaðnum, fer út með hendur á lofti og löggur skjóta hann í tætlur. Ég held að löggan megi ekki skjóta hann þegar að hann labbar út með hendur á lofti. En það gerist miklu meira en það sem ég skrifa, þið verðið að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Waterboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er góð mynd með Adam Sandler. Bobby Boucher(Sandler) er mömmu stráku og lætur alla valta yfir sig. Hann gefur fólki vatn enda kallaður waterboy. Dag einn hittir hann þjálfarann Klein(Henry Wrinkler) sem tekur hann inn í fótboltaliðið sitt. Í fyrstu getur hann ekki neitt en eftir að Klein sagði honum að það væri allt í lagi að hefna sín. Seinna verður hann einn besti maðurinn í liðinu. Mamma hans veit ekki af þessu því að hún vill ekki að Bobby sé að spila fúsbolta eins og hún segir. Kathy Bates(Mysery) leikur mömmu Boucher og í hennar augum eru allir djöfullinn sjálfur nema litli sæti mömmu strákurinn hennar. Dag einn kemst hún að þessu og verður ekki glöð. Hún endar á sjúkrahúsi þar sem að Boucher gefur upp fótbolta vegna mömmu sinnar. Bobby hélt að pabbi sinn hefði dáið í eyðimörk vegna vatnsskorts en hann dó ekki, hann yfirgaf mömmu Boucher. Í endanum á myndinni kemur faðir hans aftur og vill allt í einu vera vinur Bobby en þá kemur mamman í hlutverkið...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taxi Driver
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er góð, Robert De Niro fer með hlutverk Travis Bickle sem er leigubílstjóri sem smátt og smátt dregst inn í sinn eigin geiðveikis heim. Jodie Foster leikur unga stúlku sem ég man ekki hvað heitir þótt að ég sé búinn að sjá hana svona 7 sinnum. Þetta er Columbia tristar mynd og er 109 minútur. Er hann er orðinn geðveikur kemur eitt af uppáhalds orðum mínum:You talking to me?. Það er ekki mikil spenna í henni en samt er hún góð, það er aðallega lokaatriðið þegar að spennan kemur, þótt að það sé ekki langt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Willard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um Willard sem er einn af þessum gaurum sem lætur valta yfir sig, þar til einn dag getur hann talað við rotturnar í kjallaranum sínum. Hann býr með mömmu sinni sem er ekki skemmtileg. Ekki verður Willard glaður þegar að yfirmaður hans drepur vin hans sem var rotta/mús, þá safnar hann öllum rottunum sínum og sendir þær til að drepa hann. Seinna gera allar rotturnar eða allavega ein rotta að nafni Ben uppreysn og þær fara úr kjallaranum. Vinkona hans Willard gefur hanum kött sem að rotturnar átu seinna. Hún endar þannig að Willard fer á geðveikrahæli og er þar með rottu/mús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
28 Days Later...
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er með þeim bestu myndum sem ég hef séð, Jim er reiðhjóla sendill og bíll keyrir fyrir hann og hann vaknar á yfirgefnu sjúkrahúsi. Hann fer inn í kirkju og hittir þar prest sem er sýktur af veiru sem hafði dreifst um England. Þegar að hann hleypur úr kirkjunni elta hann aðrir sýktir. Þar hittir hann konu og mann. Þau bjarga honum og fara inn í einhvað sem líkist lítilli sjoppu. Þegar að þau fara heim til hans Jim koma aðrir sýktir og bíta kallinn. Þá drepur hún kallinn og þið verðið bara að sjá myndina til þess að sjá þetta og margt fleira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Nemo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tveir fiskar í hafinu eiga lítil hrogn en þegar að stór fiskur kemur og étur hrognin og konuna hans kemst bara eitt hrogn undan... Nemo. Hann sver að verja og passa mjög vel upp á Nemo. Nokkrum árum seinna byrjar Nemo í skóla og pabbi hans er ekki mjög öruggur með það, þegar allir krakkarnir fara einhvert sem pabbi hans Nemo vill ekki að sonur hans fari fer hann á þennan stað þar sem að Nemo og aðrir strákar koma auga á bát fara þeir í leik um hver þorir að fara næst bátnum og Nemo snerti bátinn en þá koma kafarar og taka Nemo og fara með hann. Pabbi hans Nemo fer að leita að Nemó í sjónum þar sem að hann hittir annan fisk sem er mjög gleymin og hákarla sem eru með AA-fundi þar sem þeir meiga ekki borða aðra fiska eða neitt lifandi í sjónum. Allt fer úrskeiðis þegar að einum fiskinum byrjar að blæða og þá fer einn hákarlinn að tryllast og reynir að éta þau.

Finding Nemo er bráðskemmtileg og fyndin mynd fyrir alla fjölskylduna. Ég mæli með henni :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
An American Werewolf in Paris
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tveir strákar labba inn á krá eða einhvað þannig og fólkið sem er þar segir þeim að halda sig á veginum og varast tunglið ef ég man rétt og er ekki að rugla saman myndum. en allavega, varúlfur kemur og ræðst á strákana annar þeirra deyr en hinn lifir þetta af. Eftir það hefur hann þá bölvun að hann breytist í varúlf þegar að það er fullt tungl...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Léon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loen er besta mynd sem til er með Jean Reno. Í þessari spennufullu mynd kynnist maður Matthilda og Leon. Leon er leigumorðingi og vinnur hjá Tony. Matthilda á heima hjá mömmu sinni og pabba sem lemja hana ásamt systur hennar. Eina manneskjan sem hún elskar í fjölskyldunni er litli bróðir hennar sem aldrei grætur. En þegar að öll fjölskyldan er drepin fer hún til Leon sem á heima í íbúðinni við hliðina á þeim (hann á heima í íbúð 6J). Stanfield sem er höfuð paurinn á bak við allt þetta eltir Leon og Matthildi. Leon er mjög góð mynd sem heldur manni við skjáinn allann tímann og ef einhver er ekki búinn að sjá hana verður hann að sjá hana...STRAX. Ég er búinn að vera að horfa á hana síðan ég var 6 ára og nú er ég 12 og var að kaupa mér hana á dvd...en það skiptir svo sem engu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghost
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ghost er mjög góð mynd og hjartnæm á köflum. Ég hafði fyrst enga trú á henni en þegar að ég byrjaði gat ég ekki hætt. En ghost er um mann sem heitir Sam og konuna hans, Molly, sem lifa mjög góðu lífi þar til að Sam er skotinn...með byssu ekki eins og skotinn í annari stelpu! Oda Mae Brown er miðill sem sér ekki og getur heldur ekki talað við hina framliðnu helur er bara fake, eða það heldur hún þar til að Sam reynir að fá hana til að tala við konuna sína. Loks fellur hún á það og talar við knuna hans. Ég get eiginlega ekki mikið útskýrt meira...mjög góð mynd sem Demi Moore, Patrick Swayze og Whoopi Goldberg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Clockwork Orange
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

A clockwork orange er mjög góð en ofbeldisfull og gróf mynd. Hún fjallar um Alexsem er í klíku með öðrum skrítnum mönnum. Þeir ráðast á fólk, drepa það og í sumum tilfellum nauðga þeir konunum. En þeir eru þó ekki allir alltaf sáttir og lemja hvern annann í spað og skilja eftir blóðuga. Löggan nær Alex því að einn maður í klíkunni lamdi hann í andlitið með flösku. Alex er settur í fangesli en endar síðan í endurhæfingu (endurhæfing er kannski ekki rétta orðið en ég fann ekkert annað). Að því loknu er hann orðinn venjulegur maður og lítur mjög illa á ofbeldi og nauðganir. En hann fær að kenna á því frá fólkinu sem hann lamdi og það lemur hann á móti þegar að hann er orðinn venjulegur og getur ekki lamið á móti. Löggan, eða mennirnir sem voru með honum í klíku lemja hann og hann er sendur á sjúkrahús þar sem nokkuð óvænt kemur upp á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
xXx: State of the Union
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom verulega á óvart. Ég hélt að hún yrði dálítið ýkt en hún var bara góð. Bardagaatriðin voru fín og fullt af flottum vopnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei