Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Ladder 49
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð bara að koma með eitthvað lélegt comment á þessa mynd eftir að hafa lesið ofangreindar umsagnir. Ég einmit kíkti á þessa síðu áður en ég fór í bíó og sá að henni var gefin 3,5 stjarna þannig ég sló til....og sá virkilega eftir þeim peningum og tíma sem ég eyddi í myndina. Mig langar bara að vara fólk við, því þetta er ein mest bandaríska mynd sem ég hef séð. Það kemur nákvæmlega ekkert á óvart í myndinni og hún náði að minnsta kosti ekki að hafa nein áhrif á mig tilfinningalega séð. Hvert slökkvuliðsatriðið á fætur öðru var orðið virkileg þreytt þegar leið á myndina. John Travolta klikkar nánast aldrei og því hélt ég að ég væri öruggur með þess mynd en það var mjög langt frá því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei