Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Lion King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ennþá eina myndin sem hefur fengið mig til að tárast, ég var nú bara reyndar 6 ára gutti en samt sem áður er þetta ein besta teiknimynd sem hefur verið gerð og hitti Disney rækilega naglann í höfuðið á þessum tíma. Tónlistin, skemmtanagildið og nokkrar eftirminnilega persónu gerðu þetta stórsmelli. Þetta er ábyggilega ennþá eina teiknimyndin sem mér hefur þótt þolanleg þegar að hún var talsett á íslensku og fóru þar menn eins og Laddi og Karl Ágúst Úlfsson á kostum sem Tímon og Púmba. Þetta er tvímælalaust algjör klassík sem á örugglega eftir að eldast vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir nokkur hálfkák síðustu árin þá kemur Clint Eastwood heldur betur til baka árið 2003 og gerir þetta stórkostlega meistaraverk sem snerti mig meira heldur en nokkur önnur kvikmynd í óralangan tíma. Eftir að hafa gert A Perfect World árið 1993 þá hefur Eastwood dottið í eitthvað þurratímabil, þó að kvikmyndirnar sem hann hefur sent frá sér hafi ekki verið neitt sérstaklega slæmar þá jafnast þær ekkert á við t.d Unforgiven. Leikurinn í Mystic River er nánast óaðfinnanlegur og stendur þar hæst Sean Penn sem átti Óskarinn fyllilega skilið, Tim Robbins, Laurence Fishburne, Marcia Gay Harden, Kevin Bacon og Laura Linney voru öll einfaldlega stórkostleg. Persónusköpun og uppbygging spennunnar er jafnframt svolítið furðuleg en enga að síður brilliant. Besta mynd ársins 2003 ásamt Lord Of The Rings.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Coffee and Cigarettes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Coffee and Cigarettes er frekar einföld, hún fjallar um fólk að drekka kaffi. Hugmyndin er frekar heillandi og er myndin sjálf samansett af sirka 10 sketchum sem sýnir fjöldann allan af fólki úr mismunandi stéttum eiga samræður yfir kaffibolla og er fjöldinn allur af skemmtilegum leikurum og þekktum listamönnum sem kemur við sögu í myndinni, þar ber að nefna nöfn eins og Bill Murray, Tom Waits, Iggy Pop, Rza, Cate Blanchett, Steve Coogan, Roberto Benigni og Steve Buscemi. Það mætti segja að Jim Jarmusch væri að reyna að festa raunveruleikann á filmu hérna og er þetta áhugaverð tilraun sem er alveg þess virði að kíkja á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dodgeball: A True Underdog Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er kannski frekar auðveld hugmynd að framkvæma að gera grín af öllum Disney íþrótta myndunum sem fjölluðu allt um það nákvæmlega sama og allt endaði eins og í góðu ævintýri og ég var að búast við meiru frá framleiðendum myndarinnar, en mér tókst einhver veginn ekki að leiðast á þessari mynd. Hún var stórskemmtileg í alla staði, ég hélt bara að ég myndi hlæja meira. Ég hló reyndar afskaplega mikið af Ben Stiller þar sem að ég elska þennan ofleik hans og er hann bara langbestur í því að vera ýktur. Vince Vaughn stendur sig líka ávallt vel og er þessi afslappaða týpa sem hann leikur afar skemmtileg..Skemmtileg mynd og alveg þess virði að sjá, bara ekki búast við of miklu..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
After the Sunset
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú að segja að ég bjóst við að sjá allt öðruvísi mynd. Trailerinn virtist vera að gera út á það að þetta væri allsvakaleg spennumynd með allskonar þjófatrixum og flottum kvenmönnum en varð síðan bara að gamanmynd. Ég verð að segja að ég koma svolítið svekktur út úr bíóinu þrátt fyrir að hafa skemmt mér ágætlega. Woody Harrelson stal algerlega senunni í þessari mynd en ég hefði viljað að Don Cheadle hefði fengið aðeins stærra hlutverk, alltaf gaman að sjá til hans. Söguþráðurinn var því miður alltof slappur og þá var ég heldur ekkert ánægður með endirinn sem var frekar fyrirsjáanlegur. Sæmileg skemmtun sem á að leigja á spólu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Outlaw Josey Wales
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Clint Eastwood er stórkostlegur í þessari mynd um útlagann Josey Wales sem missir bæði konu og barn eftir að her norðurríkjanna brenna þau inni í sveitabýli þeirra. Josey er að von sorgmæddur og ákveður að ganga í her suðurríkjanna til þess að ná fram hefnd á mönnunum sem báru ábyrgð á dauða fjölskyldu hans. Myndin er ein af mínum uppáhaldsvestrum og er frábær skemmtun í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dead Pool
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fimmta myndin um Dirty Harry er alls ekki í þeim gæðaflokki og sú fyrsta var, en þessi er samt ágætis skemmtun og mæli ég með henni fyrir Clint Eastwood aðdáendur. Takið eftir Jim Carrey í litlu hlutverki sem rokkstjarna í myndinni..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harold and Kumar Go To White Castle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir að unglingrínið hafði verið framleitt í bílförmum síðustu ár var ég núinn að missa trúna á þessum geira kvikmyndanna og var löngu hættur að taka eftir ýmsu rusli sem var hent í bíóhúsin í von um skjótvænan gróða. En ég ákvað samt að skella mér á Harold and Kumar. Útkoman var alls ekki slæm, hún var reyndar góð. Sagan fjallar um tvo hasshausa sem verða óvænt svangir eftir miklar hassreykingar og leggja af stað í ævintýralegt ferðalag á hamborgarastaðinn White Castle(sem er til í alvörunni, góð auglýsing fyrir þá). Á leiðinni hitta þeir ótrúlegustu persónur og eru nokkur skemmtileg cameo í myndinni frá m.a Ryan Reynolds og Neil Patrick Harris. Þeir félagar John Cho og Kal Penn standa sig með Prýði og skemmti ég mér stórkostlega, ég væri ég ekkert á móti annarri mynd með þeim félögum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I, Robot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Því miður átti ég erfitt með að skemmta mér á þessari mynd, þrátt fyrir efnilegan söguþráð, fínan leikstjóra og allar tæknibrellurnar þá gat ég ekki hugsað um neitt annað en að þetta hefði átt að verða betra. Yfirdrifin hasaratriðin og Will Smith skemmdu meðal annars vel fyrir(er reyndar hlutdrægur ég hef aldrei þolað manninn). Tvær Stjörnur fyrir Sumarmynd í meðallagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cold Mountain
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eg hafði heyrt margt um þessa mynd, það fyrsta sem eg heyrði um hana var að hun var leiðinleg og langdreginn en i annað skiptið heyrði eg að hun væri eitt mesta meistarastykki kvikmyndasögunnar. Eg myndi varla ganga svo langt að segja það en þetta var fin mynd engu að siður. Hun helt manni við efnið. Þo að eg hafi alls ekkert verið sattur við leik Jude Laws i myndinni þa stoðu allir hinir leikaranir fyrir sinu og eins og svo margoft aður þa stal Philip Seymour Hoffman senunni i þessar 5 minutur sem hann sast a skjanum. Agætis afþreying en ekkert meira en það.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei